Lífið

Matthew Perry látinn

Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Lífið

Vel­kominn, vetur konungur

Nú er rétti tíminn til að huga að hlýjum úlpum enda er vetur konungur farinn að minna á sig víða um land. Icewear býður upp á breytt úrval af úlpum á mjög góðu verðbili.

Lífið samstarf

Jóla­stöðin komin í loftið

Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.

Jól

Ganga­vörður og Rottweil­er-hundur fögnuðu með Bjarna Þór

Það var líflegt í húsakynnum bókaútgáfunnar Sölku þar sem útgáfu bókar Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, var fagnað á miðvikudagskvöldið. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að bókin fjalli um breyskan mann sem býr í Vesturbænum í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm.

Lífið

Jói og Olla selja glæsihús í Kópavogi

Jóhannes Ásbjörnsson, athafnamaður og fyrrum fjölmiðlamaður, og eiginkona hans Ólína Jóhanna Gísladóttir, flugfreyja og jógakennari, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Drangakór í Kópavogi á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 209 milljónir.

Lífið

Slekkur á at­huga­semdum eftir bók Brit­n­ey

Banda­ríski tón­listar­maðurinn Justin Timberla­ke er búinn að slökkva á at­huga­semdum við færslur sínar á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Tölu­verð reiði hefur beinst að söngvaranum í kjöl­far opin­berana í nýrri ævi­sögu Brit­n­ey Spears.

Lífið

Gemma Owen er gengin út

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Gemma Owen er gengin út. Hún er nú byrjuð með boxaranum Aadam Hamed en bresk götu­blöð greina frá því að þau hafi skellt sér saman til Dubai.

Lífið

Berglind með Hollywood krana yfir helluborðinu

Það er alltaf gaman að sjá byltingarkennd heimilistæki sem ekki hafa sést áður hér á landi. En nú er hægt að fá blöndunartæki sem sett eru fyrir ofan helluborðið og þannig hægt að fylla pottana beint frá veggnum.

Lífið

Sögulegur Pokémon viðburður í Skeifunni

Efnt verður til skiptikvölds Pokémon-spilara í Barnaloppunni í Skeifunni á laugardagskvöld. Skipuleggjendur telja Pokémon-samfélagið á Íslandi miklu stærra en fólki detti í hug. Um sögulegan viðburð er að ræða.

Lífið

Glóð um jólin til styrktar Konukoti

Nýr íslenskur hönnunargripur, Glóð, var kynntur með viðhöfn í Smiðsbúðinni á Geirsgötu í gær. Um er að ræða kertastjaka sem verður seldur til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur.

Lífið

Síðasta lag Bítlanna kemur út

Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar.

Tónlist

Bjöggi Takefusa bætir í stelpuhópinn

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Björgólfur eina dóttur.

Lífið

„Uppáhalds matur strákanna“

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir deildi uppskrift að einföldu grænmetislasagna með fylgjendum sínum á Instagram. 

Lífið

Gekk örna sinna á fjall­stoppi í Nepal í mínus 27

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp.

Lífið

Nýfarinn að þora út í fullum skrúða heima á Selfossi

Sigurður Ragnarsson, Siggi Ragnars, er einn litríkasti rútubílstjóri landsins - í orðsins fyllstu merkingu. Hann mætir til vinnu í jakkafötum í öllum regnbogans litum á hverjum degi. Við hittum Sigga í Íslandi í dag í gær og fórum með honum á rúntinn.

Lífið

„Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina“

Hin 71 árs Gunnhildur Emilsdóttir og hin tvítuga Sólrún Dögg bjuggu saman í nokkra daga í þáttunum Sambúðin á Stöð 2. Sambúðin gekk vel en Sólrún fann samt sem þaður fyrir heimþrá þegar leið á. 

Lífið

Enginn drauma­prins sjáan­legur í firðinum

Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. 

Lífið

Lærir spænsku eftir fréttirnar af ó­læknandi krabba­meini móður sinnar

Kamilla Einars­dóttir, rit­höfundur og bóka­vörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í sam­hengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástar­lífi sínu og segist blása á þá gagn­rýni að húmor sé flótti undan veru­leika lífsins, hann sé frá­bær til þess að takast á við erfið­leika.

Lífið