Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2024 07:02 Ragnhildur Steinunn og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðan þær kynntust fyrir tuttugu árum. Hér eru þær með vinkonu sinni stórstjörnunni Birgittu Haukdal. Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan. „Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“ Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“
Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00