Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2024 07:02 Ragnhildur Steinunn og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðan þær kynntust fyrir tuttugu árum. Hér eru þær með vinkonu sinni stórstjörnunni Birgittu Haukdal. Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan. „Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“ Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
„Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“
Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Lífið Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Tónlist Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Tíska og hönnun Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Fleiri fréttir Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00