Lífið

Króli komst inn í leik­listina

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. 

Lífið

Brit­n­ey krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig

Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney.

Lífið

Selja handáburði í lopapeysum til styrktar Konukoti

Þessa dagana stendur yfir söfnun fyrir Konukot á vegum L’Occitane sem selur handáburði í lopapeysum til styrktar athvarfsins. Prjónasysturnar frá Eyrarbakka þær Ingibjörg Jóhannsdóttir og Sólrún Jóhannsdóttir eru í sjálfboðavinnu við að hanna og prjóna peysurnar. Það renna 1.500 krónur af hverjum seldum handáburði í lopapeysu til Konukots.

Lífið

Vonarstjarna Frakka lést eftir skíðaslys

Franski leikarinn Gaspard Ulliel, vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel sem frumsýndir verða í mars, er látinn eftir skíðaslys. AFP fréttaveitan greinir frá.

Lífið

Herra Hnetusmjör og Sara eignuðust annan dreng

Rapparinn Herra Hnetusmjör og kærasta hans, Sara Linneth Lovísudóttir Castañeda, eignuðust sitt annað barn þann 16. janúar. Parið segir frá þessu á Instagram en drengurinn hefur fengið nafnið Krummi Steinn Árna­son Castañeda.

Lífið

Dularfull ljósmynd vekur athygli

Á sunnudaginn fór í loftið fimmti þátturinn af Svörtum söndum á Stöð 2. Það má með sanni segja að hlutirnir gerist hratt í þáttunum núna.

Lífið

„Þarna mældum við hitann á honum og mig minnir að hann hafi verið 28 gráður“

„Ég var á neyðarbílnum þetta kvöld sem er bíll sem er alltaf mannaður af bráðatækni. Það eru allar stöðvar á leiðinni á vettvang. Þetta var um vetur og þetta var seint að kvöldi til og það var myrkur. Þegar við komum á vettvang var bíllinn á kafi. Við sjáum samt að ofan á sjónum er smá klaki, smá ísing og því sjáum við hvar bíllinn fer ofan í,“ segir Birgir Þór Guðmundsson sjúkraflutningamaður, í þættinum Baklandið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

Lífið

„Hann deyr á meðan ég er bókstaflega í flugvélinni“

Á feðradaginn fyrir skemmstu hefði Sverrir Rolf Sander viljað geta hringt í föður sinn og sagt honum frá því að hann væri búinn að finna dóttur hans, sem sagt hálfsystur Sverris. En faðir Sverris lést skyndilega árið 2011 og næsta áratug varði Sverrir í að finna systur sína, sem tókst loks síðasta sumar.

Lífið

„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife

Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu.

Lífið