Enski boltinn

Jóhann Berg klúðraði dauða­færi til að jafna gegn Liverpool

Jóhann Berg Guðmundsson klúðraði dauðafæri og mistókst að jafna fyrir Burnley gegn Liverpool í stöðunni 0-1. Diogo Jota skoraði svo í sínum fyrsta leik í rúman mánuð og lokatölur urðu að endingu 0-2. Liverpool kom boltanum þrívegis í netið en eitt markið var dæmt ógilt af VAR dómara leiksins. 

Enski boltinn

Fyrsti svarti dómarinn í fimm­tán ár

Sam Allison varð í dag fyrsti svarti maðurinn til að dæma leik í ensku úrvalsdeildinni síðan 2008, eða allt frá því að Uriah Rennie hætti störfum. Sam var á flautunni í 3-2 sigri Luton gegn Sheffield United. 

Enski boltinn

Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum

Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. 

Enski boltinn

Ekki allir á­nægðir eftir kaup Ratcliffe

Stuðningsmannahópur Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu þar sem varpað var ljósi á áhyggjur og efasemdir eftir minnihlutakaup og rekstraryfirtöku Jim Ratcliffe. Viðskiptin höfðu lengi legið fyrir en voru staðfest klukkan 16:00 í gær, aðfangadag. 

Enski boltinn

Tapað oftar hingað til en allt síðasta tíma­bil

Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils. Liðið tapaði þrettánda leik sínum á tímabilinu gegn West Ham í gærkvöldi og nú þegar tímabilið er rétt tæplega hálfnað hefur liðið tapað jafn oft og það gerði í 62 leikjum allt tímabilið 2022–23. 

Enski boltinn

Arnór festir rætur hjá Blackburn Rovers

Arnór Sigurðsson hefur gengið frá félagsskiptum sínum úr rússneska liðinu CSKA Moskva til Blackburn Rovers. Hann gekk til liðs við enska félagið á láni fyrr í sumar en skrifaði í dag undir varanlegan samning til 2025.

Enski boltinn

Enginn aðfangadagsleikur á næsta tíma­bili

Almanak ensku úrvalsdeildarinnar fyrir tímabilið 2024/25 var gefið út fyrr í dag, það hefst þann 17. ágúst 2024, 90 dögum eftir að núverandi keppnistímabili lýkur og rétt rúmum mánuði eftir að úrslitaleikur EM fer fram. Tímabilinu lýkur svo með heilli umferð þann 25. maí 2025. 

Enski boltinn