„Sorgardagur fyrir Manchester City“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2025 22:32 Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafa unnið mikið saman með Manchester City. Getty/Michael Regan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig um fréttir dagsins en Kevin De Bruyne staðfesti þá að hann sé á sínu síðasta tímabili með félaginu. Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira
Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Sjá meira