Bíó og sjónvarp

Leslie Jordan er látinn

Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu.

Bíó og sjónvarp

Brosnan í bleiku og meiri Mamma Mia á leiðinni

Leikarinn Pierce Brosnan hristi aðeins upp í fatavalinu sínu og mætti í bleikum jakkafötum á frumsýningu myndarinnar Black Adam. Brosnan verður sjötugur á næsta ári og er greinilega með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni en bleikur hefur verið áberandi í tískuheiminum.

Bíó og sjónvarp

Netflix leitar í kvikmyndahúsin

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out.

Bíó og sjónvarp

Rödd Súper Maríó afhjúpuð í nýrri stiklu

Aðdáendur tölvuleikjagoðsagnarinnar Súper Maríó fengu að heyra túlkun leikarans Chris Pratt á rödd hennar í fyrsta skipti í nýrri stiklu fyrir kvikmynd um ítalska píparann sem var birt í dag. Tvennum sögum fer af því hversu ítalskur hreimur Pratt þykir.

Bíó og sjónvarp

Svartur á leik verður að þríleik

Kvikmyndin Svartur á leik kom út fyrir tíu árum, nú er hún komin aftur í sýningu ásamt því að tilkynnt hefur verið að tvær nýjar tengdar myndir verði gerðar. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. 

Bíó og sjónvarp

Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal

Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi.

Bíó og sjónvarp

Boðið að gista í kofa Sander­son systra

Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts.

Bíó og sjónvarp

Rússar snið­ganga Óskarinn

Rússar ætla ekki að senda inn til­nefningu til bestu er­lendu kvik­myndarinnar á Óskars­verð­launa­há­tíðinni sem fer fram í mars á næsta ári. For­maður rúss­nesku Óskar­stil­nefninga­nefndarinnar hefur sagt af sér vegna málsins.

Bíó og sjónvarp