Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38
Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur miklar áhyggjur af framtíð kvikmyndahúsa. Hann segir breytingar í kvikmyndaiðnaðinum nú gerast á ógnarhraða og óttast að kvikmyndahús endi á svipuðum stað og djassklúbbar hvað varðar aðsókn. Bíó og sjónvarp 5.1.2026 14:31
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. Lífið 5.1.2026 13:48
Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið 5.1.2026 09:38
Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Óhætt er að fullyrða að enginn einn atburður í sögunni hafi gert garð Íslands eins og frægan og eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Öskugosið í toppgígnum ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman. En gosið var jafnframt mikið sjónarspil, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Vísis, nokkrum dögum eftir að sprengigos hófst undir jökli í Eyjafjallajökli sjálfum. Lífið 4.1.2026 09:02
Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Þegar viðtölin eru tekin í Áskorun á Vísi er oft hlegið en líka grátið. Jafnvel hvoru tveggja í senn. Áskorun 4.1.2026 08:02
Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. Lífið 3.1.2026 15:21
Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Foreldrar fyrsta barnsins sem fæddist á þessu ári áttu ekki von á drengnum í heiminn fyrr en viku síðar. Það kom því vel á óvart þegar drengurinn fæddist undir flugeldaregni skömmu eftir miðnætti á nýársnótt en um er að ræða fyrsta barn þeirra beggja. Lífið 3.1.2026 07:01
Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Fiðluleikarinn Brian King Joseph hefur kært leikarann og tónlistarmanninn Will Smith fyrir kynferðislega áreitni, ólögmæta uppsögn og hefndaraðgerðir. Lífið 2.1.2026 23:37
Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Nýtt ár blasir nú við og margir nýta þessi tímamót til þess að setja sér háleit markmið og strengja áramótaheit. Lífið 2.1.2026 22:22
Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra. Bíó og sjónvarp 2.1.2026 16:32
Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra. Menning 2.1.2026 15:02
Heyra ekkert í Harry og Meghan Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton heyra ekkert í Harry Bretaprinsi og Meghan Markle og hafa ekki gert í langan tíma. Prinsessunni þykir lífið hinsvegar of stutt til að hafa áhyggjur af samskiptunum, hún vill njóta. Lífið 2.1.2026 14:22
Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lenti í því óláni að það bilaði vatnslögn í húsinu hans um miðjan nóvember þannig hann gat ekki sturtað sig í einn og hálfan mánuð. Það kom þó ekki að sök því hann lærði að fara í fötubað í Afríku. Lífið 2.1.2026 13:14
Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal. Bíó og sjónvarp 2.1.2026 11:25
Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Victoria Jones, fyrrverandi barnastjarna og dóttir bandaríska leikarans Tommy Lee Jones, fannst látin á hóteli í San Francisco aðfaranótt gærdagsins. Hún varð 34 ára. Lífið 2.1.2026 07:58
Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlistin er gríðarlega mikilvægur hluti af íslensku menningarlífi og síðastliðið ár var mjög gjöfult í íslenskri tónlistarsenu, hvað varðar bæði útgáfu og tónleikahald. Tónlist 1.1.2026 16:02
Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00. Vinningarnir eru risastórir og strákarnir lofa stuði og stemningu á þessum rólegasta degi ársins. Lífið 1.1.2026 13:01
Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur bað kærustu sinnar, hinnar kanadísku Jann Arden. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís á samfélagsmiðla og birtir myndir af sér og unnustu sinni, þar sem þær tilkynna um trúlofunina. Lífið 1.1.2026 12:08
Króli og Birta eignuðust lítinn prins Listaparið Kristinn Óli Haraldsson, eða Króli, og Birta Ásmundsdóttir dansari hafa eignast son. Lífið 1.1.2026 11:21
Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Áramótaskaupið virðist hafa vakið mikla lukku í ár af samfélagsmiðlum að dæma. Sumir vilja meina að það sé það besta í mannaminnum, en ekki var öllum hafi skemmt. Lífið 1.1.2026 10:55
Opnar sig um augnlokaaðgerðina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði sig um augnlokaaðgerð sem hún gekkst undir nýlega. Lífið 31.12.2025 16:30
Blö byrjar árið á bingói Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00 á morgun, nýársdag. Vinningarnir eru fjölmargir og margir hverjir ansi veglegir. Lífið 31.12.2025 12:11
Isiah Whitlock Jr. látinn Bandaríski leikarinn Isiah Whitlock Jr. er látinn, 71 árs að aldri. Hann var þekktur fyrir eftirminnileg hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Wire, Veep og Your Honor, sem og fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda með Spike Lee. Lífið 31.12.2025 09:44
Heitustu lögin á FM árið 2025 Liðið ár var viðburðaríkt í tónlistarsenunni hérlendis og erlendis og má segja að rappið hafi svolítið tekið yfir í gróskumikilli útgáfu á Íslandi. Útvarpsstöðin FM957 afhjúpar hér hvaða hittarar standa efst á árinu sem er senn að líða og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að taka yfir efstu sætin. Tónlist 31.12.2025 07:00