Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Ný og metnaðarfull fjarlækningaþjónusta hefur hafið göngu á Selfossi þar sem sjúklingum með sykursýki er nú boðið upp á reglulegt augnbotnaeftirlit án þess að þurfa að ferðast til höfuðborgarsvæðisins. Þjónustan er samstarfsverkefni Sjónlags og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Lífið samstarf 16.4.2025 15:06
100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Bandaríska tímaritið Time Magazine hefur birt árlegan lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2025. Þetta er í 22. sinn sem listinn er gefinn út, en hann var fyrst birtur árið 1999. Lífið 16.4.2025 14:58
Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Icelandair er annað félagið til að fljúga til Nashville, Tennesse frá Evrópu, fyrsta flugið var fyrir helgi og móttökur heimamanna voru með ólíkindum. Lífið 16.4.2025 14:00
Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Æðstu metorð, glæstar vonir og ótrúlegur harmur einkennir sögu Kennedy-fjölskyldunnar líkt og rakið er í lokaþætti í þríleik hlaðvarpsins Skuggavaldið um Kennedy-fjölskylduna. Lífið 15.4.2025 14:08
Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Rafn Kumar Bonifacius og er sexfaldur Íslandsmeistari í tennis mætti í Spurningarsprett á Stöð 2 á laugardaginn. Lífið 15.4.2025 12:30
Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Páskarnir eru fríið þar sem það er fullkomlega í lagi að gera ekkert. Dagarnir verða aðeins lengri, kaffibollinn aðeins notalegri – og þú færð loksins smá stund fyrir þig. Lífið samstarf 15.4.2025 11:52
Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Áhöfn geimfarsins New Shepard, sem skotið var á loft í gær, braut blað í sögunni þar sem hún var einungis skipuð konum. Margir fögnuðu tímamótunum en aðrir hafa gagnrýnt geimskotið sem hégómafullt, tilgangslaust og sóun á auðlindum. Lífið 15.4.2025 11:32
Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum fengu þeir Pétur og Sveppi nokkuð skrautlega áskorun og var það að taka þátt í indverskri glímu. Lífið 15.4.2025 10:32
Páskaleg og fersk marengsbomba Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. Lífið 15.4.2025 10:01
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. Lífið 15.4.2025 09:58
Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Þetta var síðasta ósk ömmu Siggu til mín, að spila í jarðarförinni hennar. Mamma sagði mér frá því. Fyrst hugsaði ég að þetta væri erfitt, en ég vildi að gera þetta fyrir hana,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Ketill Ágústsson sem flutti hjartnæma útgáfu af lagi Bubba Morthens, „Kveðja“, þegar hann kvaddi móðurömmu sína í hinsta sinn. Lífið 15.4.2025 07:03
„Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ „Ég hugsaði fyrst og fremst um að njóta mín þarna. Mögulega er þetta í eina sinn sem ég mun gera þetta, maður veit auðvitað aldrei, og því vildi ég fara alla leið og það var engin auðmýkt í mér,“ segir leikkonan Aldís Amah kímin. Hún var tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir hlutverk sitt í tölvuleiknum Hell Blade 2 og skein skært á dreglinum um helgina. Lífið 14.4.2025 20:02
Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að feta í fótspor Walter White í kvöld og taka ákveðna U-beygju í lífinu. Þeir ætla nefnilega að snúa sér að skipulagðri glæpastarfsemi. Það er að segja í tölvuleik, ekki í alvörunni, vonandi. Leikjavísir 14.4.2025 19:31
Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð HBO streymisveitan hefur opinberað nöfn nokkra leikara sem taka að sér hlutverk í nýrri þáttaseríu um galdrastrákinn Harry Potter. Enn á eftir að skipa í hlutverk aðalpersónunnar Harry Potter. Lífið 14.4.2025 18:45
Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífskúnstnerinn Logi Þorvaldsson er búsettur í Los Angeles þar sem hann starfar í kvikmyndabransanum. Hann lét sig ekki vanta á tónlistarhátíðina Coachella í eyðimörkinni við Palm Springs um helgina þar sem hann dansaði við tryllta tóna tónlistarkonunnar Charli XCX. Við hlið hans var stjörnuparið Kylie Jenner og Timothée Chalamet í kossaflensi og Charli sjálf birti mynd af Loga á Instagram hjá sér. Lífið 14.4.2025 16:45
Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Á laugardaginn opnaði sýningin Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir á Listasafni Íslands með pomp og prakt. Halla Tómasdóttir forseti opnaði sýninguna og margt var um manninn. Menning 14.4.2025 15:21
Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos í dag. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. Lífið 14.4.2025 13:31
Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Hljómsveitin Skandall, fulltrúi Menntaskólans á Akureyri, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldskólanna 2025 sem fór fram á laugardaginn. Keppnin fór fram í Háskólabíói. Lífið 14.4.2025 12:49
Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Nú eru veislur víða haldnar eða í undirbúningi. Og hægt er að vera með veisluskreytingu með dásamlega fallegum blómum sem síðan er hægt að flytja út í beð eða pott í garðinum eða svölunum og njóta svo áfram í allt sumar. Lífið 14.4.2025 12:31
Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk „Það eru bæði forréttindi og mikill heiður að fá að vera með fólki á stærstu stundunum í þeirra lífi,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem hefur undanfarið hálft ár unnið að nýjum heimildaþáttum, ásamt Lúðvíki Páli Lúðvíkssyni. Lífið 14.4.2025 11:33
Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Páskarnir eru á næsta leiti og eru margir þegar farnir í frí, hvort sem það er í sólina erlendis eða í kyrrðina í íslenskri sveitasælu. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið og fögnuðu ýmsum tímamótum í vikunni. Lífið 14.4.2025 10:14
Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Valgeir Magnússon athafnamaður segir gríðarlega erfitt hlutskipti að vera aðstandandi fíkils. Valli Sport, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist í áraraðir hafa notað stjórnsemi til að reyna að laga fíknisjúkdóm sonar síns þar til hann loks áttaði sig á því að það gerði meiri skaða en gagn. Lífið 14.4.2025 09:49
Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Breska leikkonan Aimee Lou Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. Lífið 14.4.2025 08:47
Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni. Lífið 14.4.2025 07:15