Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, og unnusti hennar Travis Raab eru orðin tveggja barna foreldrar. Unnur deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 27.3.2025 13:15
Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Kaflaskil urðu í lífi Arnórs Sveinssonar fyrir um fimmtán árum þegar að hann missti náinn frænda sinn í djammferð áhafnar sem þeir tilheyrðu báðir. Lífið 27.3.2025 12:33
Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum. Lífið 27.3.2025 11:38
Vorboðar láta sjá sig Vorið er mætt í Húsdýragarðinn og fyrsti kiðlingur ársins leit þar dagsins ljós í morgun þegar huðnan Kolbrá bar myndarlegum hafri. Lífið 26.3.2025 19:38
„Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ „Við erum að búa til einstaklinga sem eru að fara öðlast ökuréttindi og búa þá undir umferðina svo þeir séu sem öruggastir fyrir okkur öll og þá sjálfa,“ segir Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Lífið 26.3.2025 14:30
Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi David Walliams, breski grínistinn og rithöfundurinn, segir það áhugavert að frasi úr bresku gamanþáttunum Little Britain sé notaður í daglegu tali á Íslandi, tveimur áratugum eftir að hann var fyrst kynntur til leiks. Þetta kom fram í nýlegu hlaðvarpi Robs Brydon. Lífið 26.3.2025 13:44
Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd. Lífið 26.3.2025 11:33
Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum. Lífið 26.3.2025 10:32
Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn. Lífið 26.3.2025 09:45
Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví „Mig hefur lengi dreymt um módelstörf og hef alltaf verið svolítil prinsessa, og þegar ég kynntist kærustu bróður míns, sem var þá að ljúka við ferlið, opnaði það augun mín fyrir keppninni,“ segir Heiður Sara Arnardóttir, spurð hvað hafi vakið áhuga hennar á keppninni um Ungfrú Ísland. Lífið 26.3.2025 09:02
Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ „Við vitum af eigin reynslu hversu gríðarlega mikilvæg þessi „ósýnilegu“ störf eru og hversu mikla fagmennsku og sköpunargáfu þau krefjast sem og úthalds,“ segir Klara Elíasdóttir tónlistarkona og lagahöfundur sem hefur ásamt fjórum öðrum listakonum sett af stað hlaðvarpið Á bak við tjöldin. Lífið 26.3.2025 07:00
Gossip girl stjarna orðinn faðir Breski leikarinn Ed Westwick og eiginkona hans, leikkonan Amy Jackson eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Fyrir á Jackson einn dreng. Hjónin tilkynntu gleðifréttirnar á samfélagsmiðlum í gær. Lífið 25.3.2025 17:33
„Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segist reikna með því að ætli einstaklingar sér að setjast snemma í helgan stein sé raunhæft að gera ráð fyrir því að til þess þurfi að eiga nokkur hundruð milljónir króna. Hann segir umræðuna ekki nýja af nálinni og segist reglulega hitta agað ungt fólk sem hafi efni á að kaupa sér íbúð. Lífið 25.3.2025 17:06
Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands. Lífið 25.3.2025 16:30
Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi. Tíska og hönnun 25.3.2025 15:31
Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum. Lífið 25.3.2025 13:32
Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Góð hönnun og arkitektúr getur bætt líðan bæði andlega og líkamlega. Hönnunarmars hátíð hönnunar og arkitektúrs er haldin í 17. sinn dagana 2. til 6. apríl. Lífið 25.3.2025 12:32
Segist vera orðinn of gamall Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn. Lífið 25.3.2025 11:31
Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Í síðasta þætti af Alheimsdrauminum voru þeir Auddi og Steindi mættir til suðaustur Asíu, til Filippseyjar. Lífið 25.3.2025 10:32
Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Áhugamenn um bardaga með geislasverðum hittast einu sinni í viku og æfa sig. Forsprakki hópsins segir eitt markmiðanna vera að leyfa fólki að hafa gaman án þess að verið sé að dæma það. Lífið 25.3.2025 10:31
„Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau,“ segir Helena Hafþórsdóttir O’Connor, spurð um hvaða samfélagslega málefni hún brennur fyrir. Lífið 25.3.2025 09:01
„Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ „Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ segir sálfræðingurinn Fransiska Björk sem er kona MMA kappans Gunnars Nelson. Fransiska er nýkomin heim frá London með sínum heittelskaða eftir vægast sagt viðburðaríka helgi þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga. Lífið 25.3.2025 07:03
Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Magnea Einarsdóttir hefur síðustu tólf árin hannað og framleitt vörur úr íslenskri ull. Hún hefur í tvígang sett í sölu kápulínur sem eru framleiddar úr íslenskri ull á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að það skipti miklu máli að hægt sé að tryggja rekjanleika varanna. Á sama tíma segir hún það ekki skilgreina íslenska hönnun að hún sé framleidd hér. Lífið 24.3.2025 20:01
Morðæði í GameTíví Strákarnir í GameTíví ætla að fremja morð í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn Midnight Murder Club sem gengur út á það að myrða mótspilara sína í drungalegu stórhýsi. Leikjavísir 24.3.2025 19:30