Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Iðnaðar­maður ársins - Davíð Már er kominn í úr­slit

Davíð Már Stefánsson rafvirki er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins hjá X977 og Sindra. Davíð hefur alltaf haft áhuga á rafmagni og ákvað sem strákur að verða rafvirki. Hann getur ekki verið án bítarans í vinnunni en þegar hann er ekki að vinna þrífur hann bíla og fer í ræktina.

Lífið samstarf


Fréttamynd

Eggert Gunn­þór og Elsa selja einbýlið

Knattspyrnukappinn Eggert Gunnþór Jónsson og eiginkona hans Elsa Harðardóttir, rekstrarstjóri Eventum, hafa sett einbýlishús sitt við Sævang í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 169,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Einn heitasti plötu­snúður í heimi á leið til landsins

Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag.

Tónlist

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Eitt fal­legasta hús Reykja­víkur komið á sölu

Við Öldugötu stendur eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Húsið er tæplega 230 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og var reist árið 1928. Þrátt fyrir umfangsmikla endurnýjun á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að varðveita hinn sterka karakter og heillandi arkitektúr sem einkennir húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik?

Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sagði að hún kæmist aldrei á for­síðu Vogue

Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt.  Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. 

Lífið
Fréttamynd

Bak­slag í veikindi Val­geirs

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni.

Lífið
Fréttamynd

Birta Sól­veig fer með hlut­verk Línu Langsokks

Birta Sólveig Söring Þórisdóttir mun fara með hlutverk Línu Langsokks í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins sem verður frumsýnd þann 13. september næstkomandi. Nú þegar hafa hátt í fimmtán þúsund miðar selst og stefnir í að allar 40 sýningarnar verði uppseldar fyrir frumsýningu.

Menning
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að gera upp for­tíðina

„Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Lands­liðs­hetjur elta drauminn til Ólafs­víkur

Knattspyrnukempurnar Helena Ólafsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir flytja á næstunni vestur til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Helena segir að þær hafi langað að prófa búa á landsbyggðinni og það sé hollt að prófa eitthvað nýtt áður en maður verður of gamall.

Lífið
Fréttamynd

Staupasteinsstjarna er látin

George Wendt, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn drykkfengna Norm Peterson í gamanþáttunum Staupasteinn, eða Cheers, er látinn. Hann lést í svefni á heimili sínu í morgun en hann var 76 ára gamall.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga

Spurning barst frá 28 ára gamalli konu: „Er eðlilegt að upplifa tímabil með klikkaðri kynlöngun yfir í alls enga? Þá meina ég heilt ár. Ég veit ég er ekki eikynhneigð (e. asexual) en samt virðist ég geta lifað af án þess að stunda kynlíf í langan tíma og tekið svo tímabil þar sem allt æsir mig.“

Lífið
Fréttamynd

Vill Ísrael og Úkraínu úr Euro­vision

Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Hersir og Rósa greina frá kyninu

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eiga von á dreng. Frá þessu greinir Rósa í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið