Sport

„Verð fyrir von­brigðum ef ég fæ ekki að halda á­fram“

Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 

Fótbolti

„Kemur væntan­lega risa­stórt tóma­rúm“

„Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“

Körfubolti

Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG

Þrátt fyrir að vera níu stigum undir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum vann Indiana Pacers New York Knicks, 135-138, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt.

Körfubolti

Vin­konur ó­sáttar við á­kvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smá­tíma“

Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna.

Fótbolti

„Körfuboltaguðirnir voru búnir að á­kveða“

Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara.

Körfubolti

Ægir valinn verð­mætastur

Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum.

Körfubolti

„Okkur er al­veg sama núna“

„Ég er svo glaður, þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en okkur er alveg sama núna“ sagði Brennan Johnson, leikmaður Tottenham eftir að hafa orðið Evrópudeildarmeistari. 1-0 sigur varð niðurstaðan í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Johnson snerti boltann en Luke Shaw átti síðustu snertinguna áður en hann lak yfir línuna.

Fótbolti

Tottenham vann Evrópudeildina

Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008.

Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent

Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. 

Körfubolti

Kolstad kláraði úrslitaeinvígið

Íslendingaliðið Kolstad vann 2-0 sigur í seríunni gegn Elverum í úrslitaeinvígi norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Seinni leik liðanna í dag lauk með 31-28 sigri Kolstad á heimavelli.

Handbolti

NFL-stjörnur með á ÓL í LA

NFL-deildin gaf það út í gær að stjörnur deildarinnar mættu taka þátt á næstu Ólympíuleikum árið 2028. Leikarnir fara þá fram í Los Angeles.

Sport

Vázquez víkur fyrir Trent

Lucas Vázquez yfirgefur Real Madrid eftir komandi heimsmeistaramót félagsliða. Sæti hans í leikmannahópi liðsins tekur Trent Alexander-Arnold.

Fótbolti

Sam­félagið á Sauð­ár­króki ekki í vinnu­hæfu á­standi

Spennuþrungið andrúms­loft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úr­slitin í Bónus deildinni í körfu­bolta ráðast þar í kvöld í odda­leik úr­slita­ein­vígis Tindastóls og Stjörnunnar. For­maður körfu­knatt­leiks­deildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnu­hæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins.

Körfubolti

Mikil­vægasti leikur í sögu Man. Utd

Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega.

Fótbolti