Trump staðfestir Epstein-lögin Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi. Erlent 20.11.2025 07:22
Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Að minnsta kosti 25 eru látnir, þar á meðal þrjú börn, eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarhúsnæði í vesturhluta Úkraínu. Rúmlega sjötíu særðust í árásinni. Erlent 19.11.2025 19:48
Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Unglingar yngri en 16 ára í Ástralíu hafa nú fengið tilkynningu um að aðgöngum þeirra á Facebook, Instagram og Threads verði lokað vegna banns við notkun samfélagsmiðla fyrir yngri en sextán ára sem tekur gildi í landinu í desember. Erlent 19.11.2025 19:15
100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Hundrað ára stjórn Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn er nú lokið eftir að flokkurinn beið lægri hlut í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Danmörku í gær. Erlent 19.11.2025 07:04
Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hann tók á móti Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í Hvíta húsinu í gær. Erlent 19.11.2025 06:31
Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. Erlent 18.11.2025 22:59
Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta að dómsmálaráðuneytið birti Epstein-skjölin. Frumvarpið var samþykkt með 427 atkvæðum gegn einu atkvæði þingmannsins Clay Higgins, Pepúblikana frá Louisiana. Erlent 18.11.2025 20:10
Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Forsætisráðherra Póllands segir að tveir Úkraínumenn sem starfa fyrir rússnesku leyniþjónustuna hafi framið skemmdarverk á lestarteinum um helgina. Annar þeirra hafi þegar hlotið dóm fyrir skemmdarverk í heimalandi sínu. Erlent 18.11.2025 15:00
Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Erlent 18.11.2025 14:19
Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega. Erlent 18.11.2025 09:02
Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Mislingafaraldur sem hófst í samfélagi mennóníta í Texas og dreifðist til Oklahoma og Nýju Mexíkó, hefur nú verið tengdur við hópsmit í Utah og Arizona. Mislingar hafa greinst í alls 43 ríkjum.Þrír hafa látist af völdum mislinga á árinu. Erlent 18.11.2025 08:36
Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Danir ganga að kjörborðinu í dag og velja í borgar- og sveitarstjórnir landsins. Skoðannakannanir benda til þess að svo gæti farið að Jafnaðarmannaflokkur Mette Frederiksen forsætisráðherra tapi meirihluta sínum í höfuðborginni Kaupmannahöfn. Erlent 18.11.2025 07:24
Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Stjórnvöld í Úkraínu hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotur, dróna, loftvarnakerfi og annan búnað af Frökkum á næstu tíu árum. Erlent 18.11.2025 06:58
Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasa. Tillagan var samþykkt með þrettán atkvæðum. Ekkert ríki greiddi atkvæði gegn tillögunni en Kína og Rússland sátu hjá. Erlent 18.11.2025 06:37
Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot. Erlent 17.11.2025 15:49
Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Ekkja fyrsta fórnarlambs versta kjarnorkuslyss sögunnar í Tsjernobyl er sögð hafa farist í drónaárásum Rússa á Kænugarð í síðustu viku. Hún hafi látist af sárum sínum eftir að íransku Shahed-dróni lenti á húsi þar sem fyrrverandi starfsmenn kjarnorkuversins búa. Erlent 17.11.2025 12:02
Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Dómstóll í Bangladess hefur dæmt Sheikh Hasina, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, til dauða. Hún var sakfelld fyrir brot gegn mannkyni. Erlent 17.11.2025 11:10
Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Pólsk stjórnvöld fullyrða að vísvitandi skemmdarverk hafi átt sér stað um helgina þegar sprenging eyðilagði lestarteina sem tengja Varsjá og Lublin. Engan sakaði í sprengingunni. Erlent 17.11.2025 10:06
Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. Erlent 17.11.2025 08:09
Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Gögn sem BBC hefur undir höndum virðast benda til þess að tveir bandarískir hermenn hafi játað að vera sekir um morð á almennum borgurum í Írak, án þess að hafa verið látnir svara til saka fyrir það. Erlent 17.11.2025 07:22
Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur breytt um kúrs og hvatt þingmenn Repúblikanaflokksins til að greiða atkvæði með birtingu allra gagna sem yfirvöld sitja á eftir rannsóknir á athafnamanninum Jeffrey Epstein. Erlent 17.11.2025 06:37
Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Loftslagskvíði vegna loftslagsbreytinga getur ýtt undir fíkniefnaneyslu fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir breska heilbrigðisráðuneytið á dögunum. Erlent 17.11.2025 00:18
Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Wilmer "Pipo" Chavarria, forsprakki eins umsvifamesta glæpagengis Ekvador, hefur verið handtekinn í Malaga á Spáni. Chavarria hafði falsað eigin dauða árið 2021, skipt um nafn og flúið til Evrópu, en þaðan hélt hann áfram að stýra genginu í Ekvador. Erlent 16.11.2025 23:52
Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Cruz Beckham, sonur David Beckham og Victoriu hefur verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið gripinn við hraðakstur í annað sinn á innan við tveimur árum eftir að hann fékk skírteinið. Erlent 16.11.2025 21:59