Fréttir

Ekkert bendir til að kvika sé að safnast saman undir Brenni­steins­fjöllum

Engar mælingar benda til þess að kvika sé að safnast saman eða brjóta sér leið undir Brennisteinsfjöllum. Um tuttugu skjálftar mældust um síðustu helgi milli Húsfells og Bláfjalla. Mikilvægt er þó að hafa í huga að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu séu stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann.

Innlent

Bein út­sending: Bjarni til svara um Banka­sýsluna og banka­söluna

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Innlent

Segir ekki hægt að kalla fall mannsins í sprunguna slys

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ekki hægt að kalla það þegar maður féll í sprungu í Grindavík slys. Hann telur óafsakanlegt að vinna hafi þegar verið hafin við að fylla í sprungur sem ekki var nauðsynlegt að fylla í, né heldur að hann hafi verið einn að störfum. 

Innlent

Vest­manna­eyja­bær hafi ekki axlað á­byrgð og leysi til sín vatns­­veituna

HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar.

Innlent

Gengur í hvass­viðri eða storm sunnan­til eftir há­degi

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum.

Veður

Hvalur vill nýtt leyfi til fimm eða tíu ára hið minnsta

Hvalur hf. hefur óskað eftir endurnýjun leyfis til veiða á langreyði. Í erindi fyrirtækisins til matvælaráðuneytisins segir að það sé rétt og eðlilegt að leyfið sé til fimm ára og framlengist um ár til viðbótar í lok hvers starfsárs eða verði að öðrum kosti til tíu ára.

Innlent

Meintur stútur reyndist alls­gáður

Nokkuð var um slys í umferðinni í höfuðborginni í gær, meðal annars á Reykjanesbraut þar sem fólksbifreið og vöruflutningabifreið lentu saman. Einn var fluttur á slysadeild, alvarlega slasaður, líkt og Vísir greindi frá í gær.

Innlent

Biden segist búinn að á­kveða sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili.

Erlent

Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun

Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir.

Innlent

Sagður vilja reka Járnherforingjann

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður ætla sér að skipta út Valerí Salúsjní, yfirmanni herafla landsins. Þeir funduðu í gær og bauð forsetinn Salúsjní að taka að sér stöðu varnarmálaráðgjafa en hann neitaði að segja af sér.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gasa segir ástandið vægast sagt slæmt. Þúsundir mikið særðra leiti til spítalans á hverjum degi og hafist við á spítalalóðinni. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst marga fjölskyldumeðlimi og jafnvel alla fjölskyldu sína.

Innlent

Engin verðmætabjörgun í Grinda­vík á morgun

Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir.

Innlent

Bæna­stund í Vík vegna öku­mannsins sem lést

Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld.

Innlent