Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júlí 2025 19:45 Sandra B. Franks, formaður sjúkraliðafélags Íslands. vísir Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“ Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Dökk mynd er dreginn upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi síðustu ár. Landspítalinn hafi búið við „ofurálag“ allan seinni hluta síðasta árs. Ekki er gert ráð fyrir slíku ástandi nema í undantekningartilfellum. Segir félagið tala fyrir daufum eyrum Skýrslan var kynnt fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að heilbrigðisráðuneytið ráðist á rót vandans að fundi loknum. Í skýrslunni er fjallað um umfangsmikinn mönnunarvanda en ekki hefur verið mögulegt að fullmanna stöðugildi sem fjárhagsáætlanir Landspítalans gera ráð fyrir. Verst er staðan hjá sjúkraliðum þar sem vantar í 379 stöður. Sandra B. Franks, formaður félags sjúkraliða fagnar skýrslunni. Félagið hafi varað við þessari þróun til margra ára en talað fyrir daufum eyrum. „Ég myndi segja að þetta væri vandamál Landspítalans. Sjúkraliðar eru til í kerfinu. Það eru um 4000 sjúkraliðar með starfsleyfi sem sjúkraliðar en margir hafa kosið að vera við eitthvað allt annað en að starfa í faginu. Það eru einhverjar ástæður fyrir því sem við vitum alveg hverjar eru. Það eru allt of lág laun, það eru litlir starfsþróunarmöguleikar. Það er kerfisbundið vanmat á vinnuframlagi stéttarinnar.“ Miður sín vegna stöðunnar Um alvarlega stöðu sé að ræða. „Þú getur rétt ímyndað þér að fá þjónustu hjá fagfólki sem er fagmenntað að sinna öðru fólki eða hjá þeim sem hafa ekki þessa þekkingu. Það er náttúrulega alveg himinn og haf. Bæði að vinna með þannig fólki og þiggja þjónustu þessara aðila.“ Hún biðlar til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör stéttarinnar og hvetja til frekari nýliðunar. Á næstu 15 árum munu 40 prósent félagsmanna eldast úr faginu að sögn Söndru. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef það verður ekki bætt úr þessu á komandi árum? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það fari bara allt í skrúfuna. Ég er bara alveg miður mín yfir þessari stöðu.“
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira