Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Reykjanesskaganum en náttúruvársérfræðingur býst við enn einu gosinu á næstu dögum. 

Innlent

Björg­vin Páll eyðir ó­vissunni

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna.

Innlent

Saurmengað vatn á Seyðis­firði

Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu.

Innlent

Skjálftar við Djúpavatn í nótt

Í nótt urðu tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, sá fyrri klukkan rétt rúmlega fjögur sem var 3,3 stig og sá seinni upp á 2,6 stig klukkan hálf fimm.

Innlent

Víð­tækar verk­falls­að­gerðir lama sam­göngur

Tugþúsundir félagsmanna þýska verkalýðsfélagsins Verdi lögðu niður störf í morgun og hafa aðgerðirnar haft mikil á almenningssamgöngur í landinu það sem af er degi. Þannig munu ferðir strætisvagna og sporvagna í landinu að stærstum hluta liggja niðri.

Erlent

Enginn öruggur staður eftir á Gasa

„Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa.

Erlent

Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök

Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan.

Erlent

„Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu“

Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Garðabæjarlistans og Framsóknar í Garðabæ gera alvarlegar athugasemdir við ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Garðabæ. Þær segja ekki gætt að óhlutdrægni og segja Lúðvík flokksbundinn. Sá sem gegni stöðunni þurfi að vera hlutlaus. 

Innlent

Vill losa herinn við úr­eltan hugsunar­hátt

Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð.

Erlent

Gott að hreinsa vel frá niður­föllum í kvöld

Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins.

Veður

Segja fyrir­vara á næsta gosi við Grinda­vík geta orðið stuttan

Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar.

Innlent

Funda á­fram á morgun en gefa ekkert upp

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA.

Innlent

Beitir landtökumenn refsiaðgerðum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Hætta vegna hraun­flæðis meiri í nýju hættu­mat­skorti

Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil.

Innlent