Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júlí 2025 23:32 Deilur Musks og Trumps um fjárlagafrumvarp hins síðarnefnda leiddu til stofnunar nýs flokks. Getty Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði. „Við ætlum að brjóta eins flokks kerfið á bak aftur með aðferð sambærilegri þeirri sem Epaminondas notaði þegar hann rústaði mýtunni um að Spartanir væru ódauðlegir í bardaganum við Leuctra: Svakalega mikið afl á einn nákvæman stað á vígvellinum,“ sagði Musk í færslu á samfélagsmiðlum, í lauslegri þýðingu. Elon Musk studdi Donald Trump í kosningunum í nóvember og varði gríðarlegum fjármunum í framboð hans. Musk starfaði svo náið með Trump og ríkisstjórninni í upphafi, og kom að stofnun nýrrar hagræðingarstofnunar ríkisins svokallaðrar, DOGE. Musk lét svo af störfum, eða var rekinn, að öllum líkindum vegna deilna um tollamál en þó aðallega um fjárlagafrumvarp Trumps. Musk hefur látið hörð orð falla um frumvarpið sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Svo fór að í kekki kastaðist milli þeirra og létu þeir hvor um sig stór orð falla um hinn á samfélagsmiðlum. Musk sagði meðal annars að nafn Trumps væri að finna í Epstein skjölunum umtöluðu, og Trump hótaði að reka hann úr landi. Musk hefur talað um að stofna Ameríkuflokkinn um nokkurt skeið, en hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X fyrir flokkinn um miðjan júnímánuð. Nafnið á aðganginum er einfaldlega America, og í prófílmyndinni er bandaríski fáninn. Þegar þetta er ritað hefur aðgangurinn 1,1 milljón fylgjendur, en færslurnar eru svo gott sem óteljandi. ELON MUSK: “Inflation, throughout history, has been used as a pernicious tax… It's like one degree removed, so people don't feel it directly. Then, the politicians will try to blame it on something else. But it's all about government spending.” pic.twitter.com/zMqaSlrbFf— America (@america) July 1, 2025 America is speeding toward bankruptcy pic.twitter.com/WMOubhtXkG— America (@america) June 5, 2025 CNN is promoting an app to help illegal aliens evade ICE. pic.twitter.com/RpjEz3s0AP— America (@america) June 30, 2025 Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
„Við ætlum að brjóta eins flokks kerfið á bak aftur með aðferð sambærilegri þeirri sem Epaminondas notaði þegar hann rústaði mýtunni um að Spartanir væru ódauðlegir í bardaganum við Leuctra: Svakalega mikið afl á einn nákvæman stað á vígvellinum,“ sagði Musk í færslu á samfélagsmiðlum, í lauslegri þýðingu. Elon Musk studdi Donald Trump í kosningunum í nóvember og varði gríðarlegum fjármunum í framboð hans. Musk starfaði svo náið með Trump og ríkisstjórninni í upphafi, og kom að stofnun nýrrar hagræðingarstofnunar ríkisins svokallaðrar, DOGE. Musk lét svo af störfum, eða var rekinn, að öllum líkindum vegna deilna um tollamál en þó aðallega um fjárlagafrumvarp Trumps. Musk hefur látið hörð orð falla um frumvarpið sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Svo fór að í kekki kastaðist milli þeirra og létu þeir hvor um sig stór orð falla um hinn á samfélagsmiðlum. Musk sagði meðal annars að nafn Trumps væri að finna í Epstein skjölunum umtöluðu, og Trump hótaði að reka hann úr landi. Musk hefur talað um að stofna Ameríkuflokkinn um nokkurt skeið, en hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X fyrir flokkinn um miðjan júnímánuð. Nafnið á aðganginum er einfaldlega America, og í prófílmyndinni er bandaríski fáninn. Þegar þetta er ritað hefur aðgangurinn 1,1 milljón fylgjendur, en færslurnar eru svo gott sem óteljandi. ELON MUSK: “Inflation, throughout history, has been used as a pernicious tax… It's like one degree removed, so people don't feel it directly. Then, the politicians will try to blame it on something else. But it's all about government spending.” pic.twitter.com/zMqaSlrbFf— America (@america) July 1, 2025 America is speeding toward bankruptcy pic.twitter.com/WMOubhtXkG— America (@america) June 5, 2025 CNN is promoting an app to help illegal aliens evade ICE. pic.twitter.com/RpjEz3s0AP— America (@america) June 30, 2025
Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50
Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38