Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júlí 2025 23:32 Deilur Musks og Trumps um fjárlagafrumvarp hins síðarnefnda leiddu til stofnunar nýs flokks. Getty Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði. „Við ætlum að brjóta eins flokks kerfið á bak aftur með aðferð sambærilegri þeirri sem Epaminondas notaði þegar hann rústaði mýtunni um að Spartanir væru ódauðlegir í bardaganum við Leuctra: Svakalega mikið afl á einn nákvæman stað á vígvellinum,“ sagði Musk í færslu á samfélagsmiðlum, í lauslegri þýðingu. Elon Musk studdi Donald Trump í kosningunum í nóvember og varði gríðarlegum fjármunum í framboð hans. Musk starfaði svo náið með Trump og ríkisstjórninni í upphafi, og kom að stofnun nýrrar hagræðingarstofnunar ríkisins svokallaðrar, DOGE. Musk lét svo af störfum, eða var rekinn, að öllum líkindum vegna deilna um tollamál en þó aðallega um fjárlagafrumvarp Trumps. Musk hefur látið hörð orð falla um frumvarpið sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Svo fór að í kekki kastaðist milli þeirra og létu þeir hvor um sig stór orð falla um hinn á samfélagsmiðlum. Musk sagði meðal annars að nafn Trumps væri að finna í Epstein skjölunum umtöluðu, og Trump hótaði að reka hann úr landi. Musk hefur talað um að stofna Ameríkuflokkinn um nokkurt skeið, en hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X fyrir flokkinn um miðjan júnímánuð. Nafnið á aðganginum er einfaldlega America, og í prófílmyndinni er bandaríski fáninn. Þegar þetta er ritað hefur aðgangurinn 1,1 milljón fylgjendur, en færslurnar eru svo gott sem óteljandi. ELON MUSK: “Inflation, throughout history, has been used as a pernicious tax… It's like one degree removed, so people don't feel it directly. Then, the politicians will try to blame it on something else. But it's all about government spending.” pic.twitter.com/zMqaSlrbFf— America (@america) July 1, 2025 America is speeding toward bankruptcy pic.twitter.com/WMOubhtXkG— America (@america) June 5, 2025 CNN is promoting an app to help illegal aliens evade ICE. pic.twitter.com/RpjEz3s0AP— America (@america) June 30, 2025 Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
„Við ætlum að brjóta eins flokks kerfið á bak aftur með aðferð sambærilegri þeirri sem Epaminondas notaði þegar hann rústaði mýtunni um að Spartanir væru ódauðlegir í bardaganum við Leuctra: Svakalega mikið afl á einn nákvæman stað á vígvellinum,“ sagði Musk í færslu á samfélagsmiðlum, í lauslegri þýðingu. Elon Musk studdi Donald Trump í kosningunum í nóvember og varði gríðarlegum fjármunum í framboð hans. Musk starfaði svo náið með Trump og ríkisstjórninni í upphafi, og kom að stofnun nýrrar hagræðingarstofnunar ríkisins svokallaðrar, DOGE. Musk lét svo af störfum, eða var rekinn, að öllum líkindum vegna deilna um tollamál en þó aðallega um fjárlagafrumvarp Trumps. Musk hefur látið hörð orð falla um frumvarpið sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Svo fór að í kekki kastaðist milli þeirra og létu þeir hvor um sig stór orð falla um hinn á samfélagsmiðlum. Musk sagði meðal annars að nafn Trumps væri að finna í Epstein skjölunum umtöluðu, og Trump hótaði að reka hann úr landi. Musk hefur talað um að stofna Ameríkuflokkinn um nokkurt skeið, en hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X fyrir flokkinn um miðjan júnímánuð. Nafnið á aðganginum er einfaldlega America, og í prófílmyndinni er bandaríski fáninn. Þegar þetta er ritað hefur aðgangurinn 1,1 milljón fylgjendur, en færslurnar eru svo gott sem óteljandi. ELON MUSK: “Inflation, throughout history, has been used as a pernicious tax… It's like one degree removed, so people don't feel it directly. Then, the politicians will try to blame it on something else. But it's all about government spending.” pic.twitter.com/zMqaSlrbFf— America (@america) July 1, 2025 America is speeding toward bankruptcy pic.twitter.com/WMOubhtXkG— America (@america) June 5, 2025 CNN is promoting an app to help illegal aliens evade ICE. pic.twitter.com/RpjEz3s0AP— America (@america) June 30, 2025
Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50
Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38