Fréttir Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Erlent 24.7.2024 06:37 Leiðindi í lyfjaverslun og æsingur í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars beðin um aðstoð vegna manns í lyfjaverslun sem var „með almenn leiðindi“. Innlent 24.7.2024 06:15 Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. Innlent 23.7.2024 21:38 Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Innlent 23.7.2024 21:30 Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Innlent 23.7.2024 20:35 Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Innlent 23.7.2024 20:00 Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveg að Skaginn 3X lifi Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það. Innlent 23.7.2024 19:00 Mikil hætta á gosi í Grindavík og óvissa í flugrekstri Mikil hætta er nú talin á gosi innan Grindavíkur samkvæmt nýju hættumati Veðurstofunnar. Jarðeðlisfræðingur segir sprungukerfið í bænum eiga þátt í því. Innlent 23.7.2024 18:15 Microsoft kennir Evrópureglum um kerfisbilunina Microsoft kennir reglum Evrópusambandsins um kerfisbilunina sem varð hjá fyrirtækinu í síðustu viku og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, og skapaði öngþveiti á flugvöllum og víðar. Erlent 23.7.2024 18:09 Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 23.7.2024 18:09 Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Innlent 23.7.2024 16:43 Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi. Innlent 23.7.2024 16:05 Ávarpar þjóðina á morgun Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19. Erlent 23.7.2024 16:04 Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Innlent 23.7.2024 15:15 Forstjóri lífvarðasveitarinnar segir af sér vegna banatilræðisins Kimberly Cheatle forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service segist ætla að láta af embætti í kjölfar banatilræðisins á hendur Donald Trump fyrr í mánuðinum. Hún viðurkennir mistök við öryggisgæslu á fundinum. Erlent 23.7.2024 15:14 Hlutfall nýnema sem útskrifast aldrei verið hærra Brautskráningarhlutfall nýnema í framhaldsskólum hefur ekki mælst hærra hér á landi og hefur vaxið stöðugt síðan árið 1995, eins langt og tölur Hagstofunnar ná. Það er, hlutfall þeirra nýnema sem hefur útskrifast fjórum árum eftir upphaf skólagöngu. Innlent 23.7.2024 14:41 Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. Innlent 23.7.2024 14:29 Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. Erlent 23.7.2024 13:45 „Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. Innlent 23.7.2024 13:01 Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn á næstu fimm árum til að bregðast við öldrun þjóðarinnar og létta á þrýstingi á eftirlaunakerfið. Erlent 23.7.2024 12:25 Áskorun fyrir konu úti á landi að tjá sig um menntamál Kennari og verkefnastjóri læsisverkefnisins Kveikjum neistann segir þöggun ríkja innan menntakerfisins og áskorun sé að tjá sig um menntamál sem kona á landsbyggðinni. Hún segir ákveðna einstaklinga virðast hafa skotleyfi en tölurnar sýni fram á mælanlegan árangur verkefnisins. Innlent 23.7.2024 12:21 „Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. Innlent 23.7.2024 12:20 Borgi sig ekki að reisa nýja varnargarða nær Grindavík Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur en nú er gert ráð fyrir að rúmlega tvær vikur séu í næsta gos. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir innan þá sem eru þar nú þegar. Innlent 23.7.2024 12:18 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. Innlent 23.7.2024 12:07 Hættumat og nafnabreytingar brotamanna Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur og búist er við næsta gosi eftir rúmar tvær vikur. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir neðan þá sem eru nú þegar við Grindavík. Nýs hættumats Veðurstofunnar er að vænta í dag og fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 23.7.2024 11:52 Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris? Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg. Erlent 23.7.2024 11:27 Margt enn á huldu um sprenginguna á flugvellinum Rannsókn á lítilli sprengju sem sprakk á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn síðastliðinn heldur áfram og málið er enn óupplýst. Ekki er vitað með hvaða tilgangi sprengjunni var komið fyrir né hver beri ábyrgð á henni. Innlent 23.7.2024 10:57 Kári vandar um við heimsfrægan rithöfundinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar. Innlent 23.7.2024 10:56 Þurftu ekki að greiða í Strætó vegna bilunar Ekki er hægt að kaupa miða í Strætó með Klapp-appinu eins og stendur vegna villu í greiðslugátt Teya. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Innlent 23.7.2024 09:33 Lögreglumaður skaut konu í höfuðið á heimili hennar Lögregluyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns sem sýnir hvernig kollegi hans skaut konu í höfuðið á heimili hennar. Erlent 23.7.2024 09:23 « ‹ 156 157 158 159 160 161 162 163 164 … 334 ›
Trump kvartar formlega vegna yfirtöku Harris á sjóðum Biden Framboð Donald Trump hefur skilað inn kvörtun til alríkiskjörnefndarinnar sem hefur umsjón með forsetakosningum í Bandaríkjunum. Ástæðan er yfirfærsla fjármuna í kosningasjóðum Joe Biden til Kamölu Harris. Erlent 24.7.2024 06:37
Leiðindi í lyfjaverslun og æsingur í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars beðin um aðstoð vegna manns í lyfjaverslun sem var „með almenn leiðindi“. Innlent 24.7.2024 06:15
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. Innlent 23.7.2024 21:38
Ekki æskilegt að hafa fólk í bænum Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat sitt en þar kemur fram að mikil hætta sé á gosopnun og hraunflæði innan Grindavíkur. Að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings, er ekki æskilegt að halda til í bænum og bendir hann á að erfiðara sé að meta hvenær gos hefst með hverju gosinu sem verður. Innlent 23.7.2024 21:30
Röng skilaboð að Yaris borgi það sama og stór jeppi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina. Innlent 23.7.2024 20:35
Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Innlent 23.7.2024 20:00
Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir sjávarútveg að Skaginn 3X lifi Gjaldþrot Skagans 3X á Akranesi hefur gríðarleg áhrif á sjávarútveg hér á landi og mikilvægt að fyrirtækið verði endurreist að sögn fyrrverandi verkstjóra. Það þurfi að hafa hraðar hendur svo sérhæfing glutrist ekki niður. Skiptastjóri segir horft til tilboðs sem feli það í sér en fleiri en hann þurfi að samþykkja það. Innlent 23.7.2024 19:00
Mikil hætta á gosi í Grindavík og óvissa í flugrekstri Mikil hætta er nú talin á gosi innan Grindavíkur samkvæmt nýju hættumati Veðurstofunnar. Jarðeðlisfræðingur segir sprungukerfið í bænum eiga þátt í því. Innlent 23.7.2024 18:15
Microsoft kennir Evrópureglum um kerfisbilunina Microsoft kennir reglum Evrópusambandsins um kerfisbilunina sem varð hjá fyrirtækinu í síðustu viku og olli hruni í tölvukerfum um allan heim, og skapaði öngþveiti á flugvöllum og víðar. Erlent 23.7.2024 18:09
Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 23.7.2024 18:09
Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Innlent 23.7.2024 16:43
Slapp með skrámur eftir veltu á Reykjanesbraut Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi. Innlent 23.7.2024 16:05
Ávarpar þjóðina á morgun Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19. Erlent 23.7.2024 16:04
Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Innlent 23.7.2024 15:15
Forstjóri lífvarðasveitarinnar segir af sér vegna banatilræðisins Kimberly Cheatle forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service segist ætla að láta af embætti í kjölfar banatilræðisins á hendur Donald Trump fyrr í mánuðinum. Hún viðurkennir mistök við öryggisgæslu á fundinum. Erlent 23.7.2024 15:14
Hlutfall nýnema sem útskrifast aldrei verið hærra Brautskráningarhlutfall nýnema í framhaldsskólum hefur ekki mælst hærra hér á landi og hefur vaxið stöðugt síðan árið 1995, eins langt og tölur Hagstofunnar ná. Það er, hlutfall þeirra nýnema sem hefur útskrifast fjórum árum eftir upphaf skólagöngu. Innlent 23.7.2024 14:41
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. Innlent 23.7.2024 14:29
Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. Erlent 23.7.2024 13:45
„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. Innlent 23.7.2024 13:01
Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn Stjórnvöld í Kína hyggjast hækka eftirlaunaaldurinn á næstu fimm árum til að bregðast við öldrun þjóðarinnar og létta á þrýstingi á eftirlaunakerfið. Erlent 23.7.2024 12:25
Áskorun fyrir konu úti á landi að tjá sig um menntamál Kennari og verkefnastjóri læsisverkefnisins Kveikjum neistann segir þöggun ríkja innan menntakerfisins og áskorun sé að tjá sig um menntamál sem kona á landsbyggðinni. Hún segir ákveðna einstaklinga virðast hafa skotleyfi en tölurnar sýni fram á mælanlegan árangur verkefnisins. Innlent 23.7.2024 12:21
„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“ Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur. Innlent 23.7.2024 12:20
Borgi sig ekki að reisa nýja varnargarða nær Grindavík Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur en nú er gert ráð fyrir að rúmlega tvær vikur séu í næsta gos. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir innan þá sem eru þar nú þegar. Innlent 23.7.2024 12:18
Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. Innlent 23.7.2024 12:07
Hættumat og nafnabreytingar brotamanna Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur og búist er við næsta gosi eftir rúmar tvær vikur. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir neðan þá sem eru nú þegar við Grindavík. Nýs hættumats Veðurstofunnar er að vænta í dag og fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 23.7.2024 11:52
Hver verður varaforsetaefni Kamölu Harris? Andy Beshear, Roy Cooper, Mark Kelly, Wes Moore, JB Pritzker, Josh Shapiro, Gretchen Whitmer og Pete Buttigieg. Erlent 23.7.2024 11:27
Margt enn á huldu um sprenginguna á flugvellinum Rannsókn á lítilli sprengju sem sprakk á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn síðastliðinn heldur áfram og málið er enn óupplýst. Ekki er vitað með hvaða tilgangi sprengjunni var komið fyrir né hver beri ábyrgð á henni. Innlent 23.7.2024 10:57
Kári vandar um við heimsfrægan rithöfundinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar. Innlent 23.7.2024 10:56
Þurftu ekki að greiða í Strætó vegna bilunar Ekki er hægt að kaupa miða í Strætó með Klapp-appinu eins og stendur vegna villu í greiðslugátt Teya. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Innlent 23.7.2024 09:33
Lögreglumaður skaut konu í höfuðið á heimili hennar Lögregluyfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum hefur birt myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns sem sýnir hvernig kollegi hans skaut konu í höfuðið á heimili hennar. Erlent 23.7.2024 09:23