Fréttir

„Ég ætti að vera dauður“

„Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“

Erlent

Á­stand hinna særðu sagt stöðugt

Tveir karlmenn, einn á sextugsaldri og annar á áttræðisaldri, voru fluttir á sjúkrahús alvarlega særðir eftir skotárásina á kosningafundi Donalds Trump í gær, þegar einn lést og árásarmaðurinn var skotinn til bana. Ástand mannanna tveggja er sagt stöðugt.

Erlent

Ungir menn sem veðja stjórn­laust hafi varann á

Um sjötíu prósent landsmanna hafa spilað fjárhættuspil síðastliðna tólf mánuði. Ungir karlmenn veðja mun meira á erlendum veðmálasíðum en áður. Sérfræðingur í spilafíkn segir þá sem spila á netinu vera líklegri til að þróa með sér spilafíkn en aðrir.

Innlent

Súldin í stutt sumar­frí

Íbúar höfuðborgarsvæðisins fá mögulega að varpa öndinni léttar á morgun því blíðviðri er spáð um land allt, eða hluta úr degi hið minnsta. 

Veður

„Það er allt búið að vera á floti hérna“

Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu.

Innlent

„Við viljum heim þar sem ástin sigrar“

„Ég hugsa nú til ykkar, mínir kæru Bandaríkjamenn. Við höfum alltaf verið sérstakt bandalag. Núna hriktir í grunnstoðum landsins okkar, en hugrekkið og skynsemin verða að rísa og sameina okkur á ný.“ Þetta eru upphafsorð yfirlýsingar sem Melania Trump gaf frá sér í dag, í kjölfar skotárásarinnar á eiginmann hennar Donald Trump. Þar sagði hún að mikilvægt væri að sýna fólki virðingu og að ástin væri ofar öllu.

Erlent

Á­rásin komi til með að auka stuðning við Trump

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma.

Erlent

Leysingar hugsan­leg or­sök E.coli bakteríu

E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu.

Innlent

Bustarfellsdagurinn í glæsi­legum torf­bæ

Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar.

Innlent

Segir Guð hafa bjargað sér

Donald Trump hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar skotárásar sem beindist gagnvart honum í kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Hann segir Guð hafa bjargað sér.

Erlent

Skot­á­rás gegn Trump, baktería í neyslu­vatni og veð­mála­starf­semi

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð fyrir skoti í árás á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Árásin er rannsökuð sem morðtilræði en einn lést í árásinni auk árásarmannsins sem var drepinn á vettvangi. Líklegt þykir að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember.

Innlent

Fræðir á­huga­sama um mann­át

„Það virðist vera algengt að það sem vekur hjá okkur óhug er á sama tíma eitthvað svo spennandi,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Í október næstkomandi mun hún leiða námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og viðfangsefnið er vægast sagt óvenjulegt: mannát.

Innlent