Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 21:30 Vísir/Andri Marinó Víkingur og Leiknir skildu jöfn í gríðarlegum baráttuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik komst Leiknir yfir með sjálfsmarki Halldórs Smára Sigurðssonar á 88. mínútu en dramtíkinni var ekki lokið. Víkingur tryggði sér stigið með vítaspyrnu á 94. mínútu en Ívar Örn Jónsson skoraði úr henni. Stigið gæti reynst dýrmætt fyrir Víkinga sem er nú með átján stig í áttunda sæti. Leiknir komst úr fallsæti með stiginu og er með fjórtán stig, rétt eins og ÍBV sem á leik til góða. Viðureignir þessara liða í gegnum árin hafa verið miklir baráttuleikir og mönnum oft heitt í hamsi. Leikurinn í kvöld var engin undantekning. Þóroddur Hjaltalín fékk það erfiða verkefni að dæma leikinn og framan af átti hann í stökustu vandræðum með að finna þá línu sem hann ætlaði að halda sér við. Hann tók erfiðar ákvarðanir og náði að halda rauða spjaldinu í rassvasanum allan leikinn, þó svo að það hafi oft staðið tæpt. Eftir leik vildu Leiknismenn ekkert tjá sig um dómgæsluna en bæði Arnþór Ingi Kristinsson og Viktor Bjarki Arnarsson geta prísað sig sæla að hafa sloppið við rauða litinn eftir viðskipti sín við gestina úr Breiðholti. Dómgæslan spilaði svo hlutverk í báðum mörkum leiksins. Víkingar vildu meina að boltinn hafi farið út af vellinum áður en Hilmar Árni Halldórsson náði að koma með fyrirgjöfina sem skapaði mark Leiknismanna á 88. mínútu. Dofri Snorrason féll svo í vítateignum eftir að honum virtist brugðið af Elvari Páli Sigurðssyni og dæmdi Þóroddur vítaspyrnu. Leiknismenn mótmæltu kröfuglega en ákvörðunin stóð óhögguð. Fram að því höfðu bæði lið fengið færi til að skora. Hollendingurinn Danny Schreurs fékk algjört dauðafæri er hann fylgdi eftir skoti sem Thomas Nielsen varði en tókst að láta liggjandi markvörð verja frá sér af afar stuttu færi. Arnþór Ingi átti svo skalla í slá á 40. mínútu en það var besta færi Víkinga í fyrri hálfleik. Víkingar voru betri í síðari hálfleik og virtist sem svo að baráttuþrek gestanna færi minnkandi með hverri mínútu, enda útheimti hún mikla orku. Þjálfarar Leiknis settu tvo menn inn á í sóknina með tvöfaldri skiptingu á 65. mínútu og fórnuðu miðjumanni til þess. Við það tóku Víkingar öll völd á vellinum. Rolf Toft fékk að leika lausum hala á miðsvæðinu og skapaði ófá færi fyrir liðsfélaga sína. Vladimir Tufegdzic fékk besta færi þeirra á 74. mínútu er hann átti tvær marktilraunir af stuttu færi. Það fyrra var varið og síðara hitti ekki markið. Leiknismenn fengu aukakraft þegar Sindri Björnsson kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og uppskáru mark eftir það. Hilmar Árni og Kolbeinn Kárason gerðu vel í aðdraganda sjálfsmarksins og virtist það ætla að duga til að tryggja Breiðhyltingum dýrmæt stig í fallbaráttunni. En allt kom fyrir ekki, sem fyrr segir. Það virðist enn og aftur sama hvað Leiknismenn gera og reyna - allt er á sama veginn. Umdeild vítaspyrna í uppbótartíma gerir það að verkum að þeir fá ekki nema eitt stig í kvöld og þó svo að staðan sé ekki alslæm er ljóst að meira þarf til ef ekki á illa að fara. Þeir geta þó sjálfum sér um kennt. Schreurs átti að skora úr dauðafærinu sem hann fékk í fyrri hálfleik en það mark hefði breytt miklu. Víkingar geta líka nagað sig í handabökin fyrir að hafa ekki nýtt sér yfirburðastöðu í síðari hálfleik og fengið á sig klaufalegt mark í þokkabót. Það stefndi í stórslys en vítaspyrnudómurinn kom í veg fyrir það.Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. „Ég er ekki ánægður með að hafa fengið bara eitt stig á heimavelli en eftir allt sem gerðist í leiknum er ég ánægður með að hafa fengið stig á síðustu mínútu. En mér fannst við hafa gert nóg til að skora áður en þeir komast yfir,“ segir hann. „Það eina sem ég er ósáttur við að hafa fengið mark á okkur. Við fengum góð færi til að gera út um leikinn en manni er refsað þegar maður nýtir þau ekki.“ Leiknismenn komust yfir með sjálfsmarki Víkinga en Milos sagði að hans menn hefðu sagt að boltinn hafi farið út af í aðdraganda hans. „En ég er ekki viss því ég var ekki með gott sjónarhorn sjálfur.“ Það var hart tekist á í leiknum og voru Leiknismenn ósáttir við hvernig var tekið á brotum Víkinga í leiknum. „Það var ekkert leikplan hjá Leiknismönnum. Það var bara leikrit hjá þeim. Ég virði kollega mína báða en annar þeirra er að vinna fyrir KSÍ og á að vera öðrum til fyrirmyndar. Mér fannst hann ekki gera það í kvöld en ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ sagði Milos en en Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, er þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Milos segir að sæti Víkinga í Pepsi-deild karla sé enn í hættu. „Okkur vantar um sex stig til að vera öruggir og við höfum nú sex leiki til að ná þeim. Ég er handviss um að okkur takist það, sérstaklega ef við spilum eins og í seinni hálfleik í kvöld og sýnum þann karakter sem tryggði okkur stigið.“Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni „Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“Óttar: Skemmtileg barátta í þessum leikjum „Þetta var ógeðslega gaman, þó svo að ég hefði viljað fá þrjú stig. Þetta er alltaf mikil barátta og það er gaman,“ sagði Óttar Bjarni, fyrirliði Leiknismanna, eftir jafnteflið við Víkinga í kvöld. „Við náðum aðeins að berja á þeim í fyrri hálfleik. Þá náðum við að pirra þá. Þetta var svo allt öðruvísi leikur í seinni hálfleik og breytingar gerðar sem opna leikinn mikið - fullmikið fyrir minn smekk.“ „Við náðum ekki að loka fyrir þá strax en gerðum það á síðustu tíu mínútum.“ Hann vildi ekkert segja um hvort að þetta hafi verið réttmætt víti sem Víkingur fékk í uppbótartíma leiksins. „No comment. Við sjáum það bara í sjónvarpinu. Ég ætla ekki að tala um dómarann - þá get ég farið í djöfulsins vitleysu og farið í bann.“ Óttar og Igor Taskovic, fyrirliði Víkinga, skiptust á skoðunum eftir leik og virtist mikill hiti í mönnum. „Þetta var ekki neitt. Hann vildi meina að boltinn hafi farið út af áður en við skoruðum og hann vildi meina að þetta hafi ekki verið víti. Þetta er bara búið.“ Hann segir að rýr uppskera sé ekki farin að leggjast á menn í Leikni. „Alls ekki. Við erum ekki stressaðir í Breiðholtinu. Við höfum farið í svona baráttu áður og vitum alveg hvað við þurfum að gera í henni. Við ætlum ekki að breyta út af okkar vana.“Dofri: Það var sparkað í mig Dofri Snorrason, leikmaður Víkings, segir að það hafi verið brotið á sér í vítateig Leiknismanna í kvöld. Víti var dæmt og Víkingur tryggði sér þar með jafntefli í dramatískum leik. „Það eina sem ég veit er að ég fæ spark í mig inni í teignum og get ekki staðið í lappirnar. Ég held að það sé pjúra víti en það voru einhverjir sem sögðu að hann hefði farið í boltann. Ég þarf bara að fá að sjá þetta aftur,“ sagði Dofri. „Það var sparkað í mig í öllu falli og ég dett við það.“ Hann segir erfitt að meta hvort að stigið hafi verið sanngjarnt. „Við fengum færi í seinni hálfleik en nýtum þau ekki. Þeir náðu að refsa okkur en mér sýndist boltinn vera farinn út af áður en þeir skora. Ég væri til í að sjá það aftur.“ „Ég held að miðað við hvernig þetta spilaðist í lokin þá er fínt að fá eitt stig en við viljum að sjálfsögðu fá þrjú stig úr öllum okkar heimaleikjunum.“ „Ég held að við búi meira í liðinu en við höfum sýnt. Við höfum þó ekki tapað lengi og það er jákvætt. Við getum byggt á því og nýtt okkur það fyrir næsta leik, sem er á móti ÍBV.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Víkingur og Leiknir skildu jöfn í gríðarlegum baráttuleik í Pepsi-deild karla í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik komst Leiknir yfir með sjálfsmarki Halldórs Smára Sigurðssonar á 88. mínútu en dramtíkinni var ekki lokið. Víkingur tryggði sér stigið með vítaspyrnu á 94. mínútu en Ívar Örn Jónsson skoraði úr henni. Stigið gæti reynst dýrmætt fyrir Víkinga sem er nú með átján stig í áttunda sæti. Leiknir komst úr fallsæti með stiginu og er með fjórtán stig, rétt eins og ÍBV sem á leik til góða. Viðureignir þessara liða í gegnum árin hafa verið miklir baráttuleikir og mönnum oft heitt í hamsi. Leikurinn í kvöld var engin undantekning. Þóroddur Hjaltalín fékk það erfiða verkefni að dæma leikinn og framan af átti hann í stökustu vandræðum með að finna þá línu sem hann ætlaði að halda sér við. Hann tók erfiðar ákvarðanir og náði að halda rauða spjaldinu í rassvasanum allan leikinn, þó svo að það hafi oft staðið tæpt. Eftir leik vildu Leiknismenn ekkert tjá sig um dómgæsluna en bæði Arnþór Ingi Kristinsson og Viktor Bjarki Arnarsson geta prísað sig sæla að hafa sloppið við rauða litinn eftir viðskipti sín við gestina úr Breiðholti. Dómgæslan spilaði svo hlutverk í báðum mörkum leiksins. Víkingar vildu meina að boltinn hafi farið út af vellinum áður en Hilmar Árni Halldórsson náði að koma með fyrirgjöfina sem skapaði mark Leiknismanna á 88. mínútu. Dofri Snorrason féll svo í vítateignum eftir að honum virtist brugðið af Elvari Páli Sigurðssyni og dæmdi Þóroddur vítaspyrnu. Leiknismenn mótmæltu kröfuglega en ákvörðunin stóð óhögguð. Fram að því höfðu bæði lið fengið færi til að skora. Hollendingurinn Danny Schreurs fékk algjört dauðafæri er hann fylgdi eftir skoti sem Thomas Nielsen varði en tókst að láta liggjandi markvörð verja frá sér af afar stuttu færi. Arnþór Ingi átti svo skalla í slá á 40. mínútu en það var besta færi Víkinga í fyrri hálfleik. Víkingar voru betri í síðari hálfleik og virtist sem svo að baráttuþrek gestanna færi minnkandi með hverri mínútu, enda útheimti hún mikla orku. Þjálfarar Leiknis settu tvo menn inn á í sóknina með tvöfaldri skiptingu á 65. mínútu og fórnuðu miðjumanni til þess. Við það tóku Víkingar öll völd á vellinum. Rolf Toft fékk að leika lausum hala á miðsvæðinu og skapaði ófá færi fyrir liðsfélaga sína. Vladimir Tufegdzic fékk besta færi þeirra á 74. mínútu er hann átti tvær marktilraunir af stuttu færi. Það fyrra var varið og síðara hitti ekki markið. Leiknismenn fengu aukakraft þegar Sindri Björnsson kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka og uppskáru mark eftir það. Hilmar Árni og Kolbeinn Kárason gerðu vel í aðdraganda sjálfsmarksins og virtist það ætla að duga til að tryggja Breiðhyltingum dýrmæt stig í fallbaráttunni. En allt kom fyrir ekki, sem fyrr segir. Það virðist enn og aftur sama hvað Leiknismenn gera og reyna - allt er á sama veginn. Umdeild vítaspyrna í uppbótartíma gerir það að verkum að þeir fá ekki nema eitt stig í kvöld og þó svo að staðan sé ekki alslæm er ljóst að meira þarf til ef ekki á illa að fara. Þeir geta þó sjálfum sér um kennt. Schreurs átti að skora úr dauðafærinu sem hann fékk í fyrri hálfleik en það mark hefði breytt miklu. Víkingar geta líka nagað sig í handabökin fyrir að hafa ekki nýtt sér yfirburðastöðu í síðari hálfleik og fengið á sig klaufalegt mark í þokkabót. Það stefndi í stórslys en vítaspyrnudómurinn kom í veg fyrir það.Milos gagnrýnir Frey: Hann á að vera fyrirmynd Þjálfari Víkings ekki ánægður með framferði annars þjálfara Leiknis eftir leik liðanna í kvöld. „Ég er ekki ánægður með að hafa fengið bara eitt stig á heimavelli en eftir allt sem gerðist í leiknum er ég ánægður með að hafa fengið stig á síðustu mínútu. En mér fannst við hafa gert nóg til að skora áður en þeir komast yfir,“ segir hann. „Það eina sem ég er ósáttur við að hafa fengið mark á okkur. Við fengum góð færi til að gera út um leikinn en manni er refsað þegar maður nýtir þau ekki.“ Leiknismenn komust yfir með sjálfsmarki Víkinga en Milos sagði að hans menn hefðu sagt að boltinn hafi farið út af í aðdraganda hans. „En ég er ekki viss því ég var ekki með gott sjónarhorn sjálfur.“ Það var hart tekist á í leiknum og voru Leiknismenn ósáttir við hvernig var tekið á brotum Víkinga í leiknum. „Það var ekkert leikplan hjá Leiknismönnum. Það var bara leikrit hjá þeim. Ég virði kollega mína báða en annar þeirra er að vinna fyrir KSÍ og á að vera öðrum til fyrirmyndar. Mér fannst hann ekki gera það í kvöld en ég ætla ekki að tjá mig meira um það,“ sagði Milos en en Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, er þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Milos segir að sæti Víkinga í Pepsi-deild karla sé enn í hættu. „Okkur vantar um sex stig til að vera öruggir og við höfum nú sex leiki til að ná þeim. Ég er handviss um að okkur takist það, sérstaklega ef við spilum eins og í seinni hálfleik í kvöld og sýnum þann karakter sem tryggði okkur stigið.“Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni „Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“Óttar: Skemmtileg barátta í þessum leikjum „Þetta var ógeðslega gaman, þó svo að ég hefði viljað fá þrjú stig. Þetta er alltaf mikil barátta og það er gaman,“ sagði Óttar Bjarni, fyrirliði Leiknismanna, eftir jafnteflið við Víkinga í kvöld. „Við náðum aðeins að berja á þeim í fyrri hálfleik. Þá náðum við að pirra þá. Þetta var svo allt öðruvísi leikur í seinni hálfleik og breytingar gerðar sem opna leikinn mikið - fullmikið fyrir minn smekk.“ „Við náðum ekki að loka fyrir þá strax en gerðum það á síðustu tíu mínútum.“ Hann vildi ekkert segja um hvort að þetta hafi verið réttmætt víti sem Víkingur fékk í uppbótartíma leiksins. „No comment. Við sjáum það bara í sjónvarpinu. Ég ætla ekki að tala um dómarann - þá get ég farið í djöfulsins vitleysu og farið í bann.“ Óttar og Igor Taskovic, fyrirliði Víkinga, skiptust á skoðunum eftir leik og virtist mikill hiti í mönnum. „Þetta var ekki neitt. Hann vildi meina að boltinn hafi farið út af áður en við skoruðum og hann vildi meina að þetta hafi ekki verið víti. Þetta er bara búið.“ Hann segir að rýr uppskera sé ekki farin að leggjast á menn í Leikni. „Alls ekki. Við erum ekki stressaðir í Breiðholtinu. Við höfum farið í svona baráttu áður og vitum alveg hvað við þurfum að gera í henni. Við ætlum ekki að breyta út af okkar vana.“Dofri: Það var sparkað í mig Dofri Snorrason, leikmaður Víkings, segir að það hafi verið brotið á sér í vítateig Leiknismanna í kvöld. Víti var dæmt og Víkingur tryggði sér þar með jafntefli í dramatískum leik. „Það eina sem ég veit er að ég fæ spark í mig inni í teignum og get ekki staðið í lappirnar. Ég held að það sé pjúra víti en það voru einhverjir sem sögðu að hann hefði farið í boltann. Ég þarf bara að fá að sjá þetta aftur,“ sagði Dofri. „Það var sparkað í mig í öllu falli og ég dett við það.“ Hann segir erfitt að meta hvort að stigið hafi verið sanngjarnt. „Við fengum færi í seinni hálfleik en nýtum þau ekki. Þeir náðu að refsa okkur en mér sýndist boltinn vera farinn út af áður en þeir skora. Ég væri til í að sjá það aftur.“ „Ég held að miðað við hvernig þetta spilaðist í lokin þá er fínt að fá eitt stig en við viljum að sjálfsögðu fá þrjú stig úr öllum okkar heimaleikjunum.“ „Ég held að við búi meira í liðinu en við höfum sýnt. Við höfum þó ekki tapað lengi og það er jákvætt. Við getum byggt á því og nýtt okkur það fyrir næsta leik, sem er á móti ÍBV.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti