Sport

Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundar­bræði í garð Jake Paul og Jos­hua

Aron Guðmundsson skrifar
Anthony Joshua hafði betur gegn Jake Paul í hnefaleikahringnum.
Anthony Joshua hafði betur gegn Jake Paul í hnefaleikahringnum. Vísir/Getty

Christopher Young, aðaldómari hnefaleika bardagans milli Anthony Joshua og Jake Paul um síðastliðna nótt, hefur hlotið mikið lof fyrir inngrip sitt og stundarbræði í garð kappanna tveggja í fjórðu lotu bardagans.

Anthony Joshua sigraði Jake Paul í boxbardaga í Miami í nótt. Paul endaði á spítala með brotinn kjálka. Það tók Joshua þó sinn tíma að landa sigrinum. Hann sló Paul tvívegis niður í 5. lotu og einu sinni í þeirri sjöttu áður en hann veitti honum náðarhöggið.

Aðaldómari bardagans, Christopher Young, hefur hlotið mikið lof frá áhugafólki um hnefaleika, fyrir það hvað hann sagði við þá Anthony Joshua og Jake Paul á einum tímapunkti í bardaga næturinnar. 

Í fyrstu lotum bardagans var engu líkara en að Jake Paul væri að flýja Joshua. hann gerði vel í að forðast hann en það er bara einfaldlega ekki það sem aðdáendur, bæði á svæðinu sem og þeir sem fylgdust með bardaganum á streymisveitunni Netflix vildi sjá. 

Þegar að aðeins sjö sekúndur eftir lifðu af fjórðu lotu bardagans ákvað Christopher Young, dómari, að stöðva hann um stund og nýtti tækifærið til þess að ræða við menn. 

Hann kallaði Joshua og Jake Paul til sín og gaf þeim tiltal.

„Fólkið hér keypti sér ekki miða til þess að horfa á þessa vitleysu,“ sagði Christopher Young við kappana, augljóslega ósáttur með það hvernig bardaginn væri að þróast. 

Dómarinn hlaut strax lof frá lýsanda bardagans á Netflix og aðdáendur víða um heim hafa svo fylgt í kjölfarið og hrósað dómaranum fyrir sitt inngrip.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×