Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 10. maí 2015 00:01 Anna Úrsula skýtur að marki í dag. vísir/ernir Grótta er komið með yfirhöndina í einvígi sínu við Stjörnuna eftir fjögurra marka sigur á heimavelli í dag, 22-18. Feykilega sterk byrjun Gróttu reyndist Stjörnunni erfið, en Stjarnan þurfti að eyða miklu púðri í að elta allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Gróttu og varði 20 skot. Heimastúlkur í Gróttu voru miklu betri aðilinn framan af leik, stemningin í liðinu var frábær, vörnin feykilega góð og Grótta náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 11-5.Ernir Eyjólfsson tók ljósmyndirnar sem má sjá hér að ofan. Það munaði um minna hjá Stjörnunni og Florentina Stanciu varði ekki einasta skot þann tíma sem hún var inn á. En eftir u.þ.b. 15 mínútna leik tók Heiða Ingólfsdóttir stöðu Florentinu í marki og hún innkoma hennar skipti sköpum í mjög góðum kafla Stjörnunnar síðari hluta fyrri hálfleiks. Heiða var með 50% markvörslu í fyrri hálfleik og í kjölfarið skoraði Stjarnan auðveld og mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Sjö af tíu mörkum Stjörnunnar í fyrri hálfleik komu ýmist úr vítaköstum eða hraðaupphlaupum. Það sýnir kannski líka vandræðin sem liðið var í í opnum leik, þar sem illa gekk að koma sér í fær. Vörn Gróttu var nokkuð góð í fyrri hálfleik en Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-10, Gróttu í vil. Þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik fékk Heiða ekki að byrja síðari hálfleikinn. Þjálfarar Stjörnunnar ákváðu að setja Florentinu aftur í markið og hún átti góðan síðari hálfleik, varði alls 13 skot. Stjarnan náði að saxa á forskot Gróttu og jafnaði metin í 16-16 þegar um fjórtán mínútur voru eftir. Grótta náði þó aftur yfirhöndinni, jók forskot sitt að nýju og fór að lokum með fjögurra marka sigur af hólmi, 22-18. Grótta er þar með komið með yfirhöndina í þessu einvígi, 2-1, og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil með sigri í Garðabæ í næsta leik. Liðin mætast í Mýrinni á þriðjudaginn. Það var ekki að sjá að Grótta saknaði þeirra Laufeyjar Guðmundsdóttur og Karólínu Lárusdóttur. En ef til vill reynir enn frekar á það þegar líður á þetta einvígi. En engu að síður mjög góður sigur hjá Gróttu og heimavöllurinn ætlar að reynast liðinu sterkur í þessari úrslitakeppni.Íris Björk Símonardóttir: Vorum með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til Íris Björk Símonardóttir átti skínandi leik í marki Gróttu, varði 20 skot, var með 56% markvörslu og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hún var að vonum ánægð þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leikinn. "Mér leið rosalega vel og ég held að okkur hafi öllum liðið miklu betur en í Mýrinni í síðasta leik. Þetta var sama lið og mætti til leiks í fyrsta leiknum. Fólk hlýtur að sjá það, þetta er allt annað lið sem mætir hingað til leiks í leik eitt og þrjú heldur en í leik tvö," sagði Íris. Hún bætti við að það hafi farið eilítið um hana í síðari hálfleik þegar Stjarnan náði að jafna. "Mér fannst við samt vera með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til. Þegar það geislar svona af okkur, þá hef ég ekki miklar áhyggjur. Þó að við séum með marga reynslubolta, þá erum við með marga reynsluminni leikmenn. Við reynsluboltarnir getum líka fengið skrekk í okkur og ég held að við höfum allar misst trúnna í síðasta leik. Við þurfum að halda í þessa trú í næsta leik og klára þetta," sagði Íris sem dauðlangar til að klára einvígið í næsta leik. "Ég þoli ekki fleiri svona spennuleiki. Þetta fer alveg með litla hjartað. En auðvitað hjálpar það að hafa þennan frábær stuðning sem við finnum fyrir hér á Nesinu, læti allan tíman og þvílík stemning," sagði Íris að lokum.Ragnar Hermannsson: Taugaspenna og ótti í liðinu. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki Ragnar Hermannsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var að vonum ósáttur við leik sinna leikmanna í dag. "Við mættum greinilega mjög strekktar til leiks, taugaspenna og kannski ótti í liðinu. Ég veit ekki út af hverju. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki. Við byrjuðum leikinn mjög illa. Fengum ekki markvörslu sem hefði getað haldið okkur inni í leiknum því mér fannst Grótta vera að taka erfið skot. En það gilti um allt liðið, það var enginn mættur. Síðan kemur Heiða inn og ver vel. Við náum áttum og erum í fínni stöðu í hálfleik. Byrjum seinni hálfleik vel, jöfnum og mér fannst við vera komin með leikinn. Þá gerist það sama og gerðist í leik eitt hérna, sama og gerðist í leik eitt í Safamýri [gegn Fram] og sama og gerist í leik þrjú í Safamýri. Þá förum við að fá á okkur alveg undarlega heimskuleg brot. Fólk gleymir innleysingum, fer aftan í, hryndir og sjálfkrafa tvær mínútur. Ekkert við því að segja. Þær nýttu yfirtöluna vel og refsuðu okkur. Við töpuðum skákinni í dag," sagði Ragnar. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af sex útileikjum sínum í úrslitakeppninni hingað til. Nú er ljóst að ætli liðið sér að verða Íslandsmeistari, þá þarf Stjarnan að vinna næsta leik á heimavelli og sækja sigur á Seltjarnarnesið í oddaleik. "Það hefur bara verið kennsluefni vetrarins að breyta góðum leikmönnum í fólk sem kann að vinna. Það þarf miklu meira en getu til að vinna í íþróttum, það þarf haus, það þarf klókindi, það þarf kjark og það þarf smá heppni. Við erum búin að vinna mikið í þessu í allan vetur og við erum komin þetta langt, í hörku einvígi við Gróttu í úrslitum. Og ég hef fulla trú á því að ef við snúum bökum saman og klárum þessa litlu hluti sem þarf til að vinna, þá vinnum við á þriðjudaginn og vinnum hérna á föstudaginn," sagði Ragnar. Það vakti athygli að Florentina Stanciu hafi byrjað síðari hálfleikinn í marki Stjörnunnar, þrátt fyrir góðan leik hjá Heiðu Ingólfsdóttur í þeim fyrri. "Nú ertu að spyrja rangan mann, ég stjórna ekki inn á skiptingunum. Ekki akkúrat núna allavega. En mér fannst mjög eðlilegt að byrja með Floru inn á í seinni hálfleik. Heiða var búin að vera góð en kannski ekki neitt stórkostleg. Hún kom með smá sjálfstraust í vörnina hjá okkur. En alveg eðlilegt að byrja með Floru, allavega tékka á henni í byrjun seinni. Hún er búin að eiga frábæra leiki. Það hefði verið ljótt að láta hana sitja og hún hefði kannski verið í svaka stuði," sagði Ragnar að lokum.vísir/ernir Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Grótta er komið með yfirhöndina í einvígi sínu við Stjörnuna eftir fjögurra marka sigur á heimavelli í dag, 22-18. Feykilega sterk byrjun Gróttu reyndist Stjörnunni erfið, en Stjarnan þurfti að eyða miklu púðri í að elta allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í marki Gróttu og varði 20 skot. Heimastúlkur í Gróttu voru miklu betri aðilinn framan af leik, stemningin í liðinu var frábær, vörnin feykilega góð og Grótta náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik, 11-5.Ernir Eyjólfsson tók ljósmyndirnar sem má sjá hér að ofan. Það munaði um minna hjá Stjörnunni og Florentina Stanciu varði ekki einasta skot þann tíma sem hún var inn á. En eftir u.þ.b. 15 mínútna leik tók Heiða Ingólfsdóttir stöðu Florentinu í marki og hún innkoma hennar skipti sköpum í mjög góðum kafla Stjörnunnar síðari hluta fyrri hálfleiks. Heiða var með 50% markvörslu í fyrri hálfleik og í kjölfarið skoraði Stjarnan auðveld og mikilvæg mörk úr hraðaupphlaupum. Sjö af tíu mörkum Stjörnunnar í fyrri hálfleik komu ýmist úr vítaköstum eða hraðaupphlaupum. Það sýnir kannski líka vandræðin sem liðið var í í opnum leik, þar sem illa gekk að koma sér í fær. Vörn Gróttu var nokkuð góð í fyrri hálfleik en Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-10, Gróttu í vil. Þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik fékk Heiða ekki að byrja síðari hálfleikinn. Þjálfarar Stjörnunnar ákváðu að setja Florentinu aftur í markið og hún átti góðan síðari hálfleik, varði alls 13 skot. Stjarnan náði að saxa á forskot Gróttu og jafnaði metin í 16-16 þegar um fjórtán mínútur voru eftir. Grótta náði þó aftur yfirhöndinni, jók forskot sitt að nýju og fór að lokum með fjögurra marka sigur af hólmi, 22-18. Grótta er þar með komið með yfirhöndina í þessu einvígi, 2-1, og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil með sigri í Garðabæ í næsta leik. Liðin mætast í Mýrinni á þriðjudaginn. Það var ekki að sjá að Grótta saknaði þeirra Laufeyjar Guðmundsdóttur og Karólínu Lárusdóttur. En ef til vill reynir enn frekar á það þegar líður á þetta einvígi. En engu að síður mjög góður sigur hjá Gróttu og heimavöllurinn ætlar að reynast liðinu sterkur í þessari úrslitakeppni.Íris Björk Símonardóttir: Vorum með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til Íris Björk Símonardóttir átti skínandi leik í marki Gróttu, varði 20 skot, var með 56% markvörslu og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hún var að vonum ánægð þegar blaðamaður náði tali af henni eftir leikinn. "Mér leið rosalega vel og ég held að okkur hafi öllum liðið miklu betur en í Mýrinni í síðasta leik. Þetta var sama lið og mætti til leiks í fyrsta leiknum. Fólk hlýtur að sjá það, þetta er allt annað lið sem mætir hingað til leiks í leik eitt og þrjú heldur en í leik tvö," sagði Íris. Hún bætti við að það hafi farið eilítið um hana í síðari hálfleik þegar Stjarnan náði að jafna. "Mér fannst við samt vera með þá útgeislun og þann vilja sem þarf til. Þegar það geislar svona af okkur, þá hef ég ekki miklar áhyggjur. Þó að við séum með marga reynslubolta, þá erum við með marga reynsluminni leikmenn. Við reynsluboltarnir getum líka fengið skrekk í okkur og ég held að við höfum allar misst trúnna í síðasta leik. Við þurfum að halda í þessa trú í næsta leik og klára þetta," sagði Íris sem dauðlangar til að klára einvígið í næsta leik. "Ég þoli ekki fleiri svona spennuleiki. Þetta fer alveg með litla hjartað. En auðvitað hjálpar það að hafa þennan frábær stuðning sem við finnum fyrir hér á Nesinu, læti allan tíman og þvílík stemning," sagði Íris að lokum.Ragnar Hermannsson: Taugaspenna og ótti í liðinu. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki Ragnar Hermannsson, annar þjálfara Stjörnunnar, var að vonum ósáttur við leik sinna leikmanna í dag. "Við mættum greinilega mjög strekktar til leiks, taugaspenna og kannski ótti í liðinu. Ég veit ekki út af hverju. Ég held að það hafi verið það frekar en hroki. Við byrjuðum leikinn mjög illa. Fengum ekki markvörslu sem hefði getað haldið okkur inni í leiknum því mér fannst Grótta vera að taka erfið skot. En það gilti um allt liðið, það var enginn mættur. Síðan kemur Heiða inn og ver vel. Við náum áttum og erum í fínni stöðu í hálfleik. Byrjum seinni hálfleik vel, jöfnum og mér fannst við vera komin með leikinn. Þá gerist það sama og gerðist í leik eitt hérna, sama og gerðist í leik eitt í Safamýri [gegn Fram] og sama og gerist í leik þrjú í Safamýri. Þá förum við að fá á okkur alveg undarlega heimskuleg brot. Fólk gleymir innleysingum, fer aftan í, hryndir og sjálfkrafa tvær mínútur. Ekkert við því að segja. Þær nýttu yfirtöluna vel og refsuðu okkur. Við töpuðum skákinni í dag," sagði Ragnar. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af sex útileikjum sínum í úrslitakeppninni hingað til. Nú er ljóst að ætli liðið sér að verða Íslandsmeistari, þá þarf Stjarnan að vinna næsta leik á heimavelli og sækja sigur á Seltjarnarnesið í oddaleik. "Það hefur bara verið kennsluefni vetrarins að breyta góðum leikmönnum í fólk sem kann að vinna. Það þarf miklu meira en getu til að vinna í íþróttum, það þarf haus, það þarf klókindi, það þarf kjark og það þarf smá heppni. Við erum búin að vinna mikið í þessu í allan vetur og við erum komin þetta langt, í hörku einvígi við Gróttu í úrslitum. Og ég hef fulla trú á því að ef við snúum bökum saman og klárum þessa litlu hluti sem þarf til að vinna, þá vinnum við á þriðjudaginn og vinnum hérna á föstudaginn," sagði Ragnar. Það vakti athygli að Florentina Stanciu hafi byrjað síðari hálfleikinn í marki Stjörnunnar, þrátt fyrir góðan leik hjá Heiðu Ingólfsdóttur í þeim fyrri. "Nú ertu að spyrja rangan mann, ég stjórna ekki inn á skiptingunum. Ekki akkúrat núna allavega. En mér fannst mjög eðlilegt að byrja með Floru inn á í seinni hálfleik. Heiða var búin að vera góð en kannski ekki neitt stórkostleg. Hún kom með smá sjálfstraust í vörnina hjá okkur. En alveg eðlilegt að byrja með Floru, allavega tékka á henni í byrjun seinni. Hún er búin að eiga frábæra leiki. Það hefði verið ljótt að láta hana sitja og hún hefði kannski verið í svaka stuði," sagði Ragnar að lokum.vísir/ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira