Mið-Austurlönd

Brottflutningur almennra borgara hafinn í fjórum sýrlenskum bæjum
Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í sýrlensku bæjunum Foah, Kefraya, Madaya og Zabadini sem "hörmulegu.“

Komið að endalokum kalífadæmisins
Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana?

Móðir allra sprengja felldi 36 ISIS-liða
Varnarmálaráðuneyti Afganistan segir enga óbreytta borgara hafa fallið í þessari árás.

Segir eldflaugar Bandaríkjahers hafa eyðilagt 20 prósent sýrlensks herflugvélaflota
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fullyrðir að 20 prósent af herflugvélaflota sýrlenska hersins hafi eyðilagst í árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann segir að Bandaríkjamenn ætli ekki að sitja hjá með hendur í skauti.

36 látnir eftir sprengjuárásir í tveimur kirkjum í Egyptalandi
Sprengjur sprungu inní og fyrir utan tvær kirkjur í Egyptalandi í dag.

Gerðu árás á Sýrland
Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi.

ISIS-liðar kalla Trump fífl
Í fyrstu opinberu yfirlýsingu samtakanna um forsetann er hann gagnrýndur fyrir árásir sínar gegn múslimum.

Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær.

Herða sóknina í vesturhluta Mosúl
Írakskar öryggissveitir hafa hafið nýja sókn gegn liðsmönnum ISIS í suðvesturhluta elsta hluta Mosúl-borgar.

Hafa náð herflugvelli nærri Raqqa úr höndum ISIS
Áfanginn er sagður stórt skref í þeirri áætlun að reka ISIS alfarið frá borginni sem hefur verið þeirra sterkasta vígi.

Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði
Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak.

Franskur ráðherra segir sóknina gegn höfuðvígi ISIS hefjast á næstu dögum
Fyrr í vikunni greindi bandaríska varnarmálaráðuneytið frá því að bandalagsþjóðir hafi í fyrsta sinn flogið orrustuþotum til Raqqa-héraðs.

Tóku hundruð af lífi og grófu í fjöldagröf við Mosul
Fangar, hermenn og konur voru meðal þeirra sem tekin voru af lífi og varpað ofan í fjöldagröfina.

Nálgast fæðingarstað kalífadæmis ISIS í Mosul
Íbúar sem flýja átökin komast ekki að í þéttbýlum flóttamannabúðum.

Sendiherrar Sýrlands og Ísrael skiptast á skotum
Sýrlendingar skutu eldflaugum að orrustuþotum Ísraela sem gerðu loftárásir í Sýrlandi.

Þvertaka fyrir að hafa gert árás á mosku
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segjast hafa gert loftárás á samkomustað al-Qaeda og fellt tugi vígamanna.

Erdogan við Tyrki í Evrópu: „Eignist fimm börn en ekki þrjú“
Segir þau tákna framtíð heimsálfunnar.

Tyrkir hóta að binda enda á flóttamannasamkomulagið
Erdogan segir „anda fasisma“ hömlulausan í Evrópu.

Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi
Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa.

Leiðtogi ISIS í Mosul felldur
Helstu leiðtogar samtakanna hafa þegar flúið borgina, en stjórnarherinn hefur tekið allan austurhluta hennar og um þriðjung vesturhlutans.

Segir að síðustu ISIS-liðarnir í Mosúl munu falla þar
Írakski stjórnarherinn og bandamenn þeirra skipuleggja nú lokasóknina til að frelsa borgina úr höndum ISIS.

Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi
ISIS-liðar eru á hælunum og undir miklu álag víða.

Tala látinna komin í 30 í sjúkrahúsinu í Kabul
Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er í Kabul á vegum Atlantshafsbandalagsins, en hún hafði nýverið heimsótt sjúkrahúsið og rætt við unga kvenlækna sem vinna þar.

Erlendir vígamenn sagðir reyna að flýja Mosul
Borgarar eru sagðir hafa komið verulega illa úti í átökunum í borginni.

Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt
Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa.

Hafa aftur náð Palmyra úr höndum ISIS
Sýrlenski stjórnarherinn og bandamenn þeirra héldu inn í borgina í gær og í dag hafði þeim tekist að ná borginni allri á sitt vald.

Minnst 68 látnir eftir sprengjuárásir í Sýrlandi
Voru gerðar í bæ sem Tyrkir og uppreisnarmenn höfðu tekið af ISIS.

Írakar ná flugvellinum í Mosul
Um er að ræða stóran lið í frelsun vesturhluta borgarinnar.

Enn ein sprengjuárásin í Pakistan
Minnst átta eru látnir og tuttugu særðir í Lahore.

„Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“
Þýskir geðlæknar vinna í því að koma stofnun á laggirnar þar sem Jasídum og öðrum sem hafa verið í haldi Íslamska ríkisins um langt skeið er hjálpað.