Tala látinna komin í 30 í sjúkrahúsinu í Kabul Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 13:08 Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Vísir/AFP Minnst 30 eru látnir og 50 særðir eftir árás vígamanna Íslamska ríkisins á stærsta hersjúkrahúsið í Kabul í Afganistan í morgun. Vígamennirnir, sem voru klæddir eins og starfsmenn sjúkrahússins, brutu sér leið inn í sjúkrahúsið eftir að einn þeirra sprengdi sprengjubelti sitt við inngang þess. Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Þeir héldu sjúkrahúsinu í um sex klukkustundir, en hópur sérsveitarmanna var fluttur með þyrlu á þak þess og felldu þeir árásarmennina fjóra. Þá höfðu miklir bardagar staðið yfir í og við sjúkrahúsið.Hér fyrir neðan má sjá myndband af sérsveitarmönnunum lenda á þakinu. Þar má einnig sjá hvernig fólk falldi sig á syllum fyrir utan glugga á sjúkrahúsinu.Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina og segir hana brjóta gegn mannlegum gildum. „Í öllum trúarbrögðum eru sjúkrahús talin vera griðarstaðir og að ráðast á slíkt er að ráðast á allt Afganistan.“ Fréttaveita ISIS hefur birt myndir og myndskeið sem vígamennirnir tóku inn í sjúkrahúsinu og þar fyrir utan. Talibanar í Afganistan segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt. Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er í Kabul á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hún hafði nýverið heimsótt sjúkrahúsið og rætt við unga kvenlækna sem vinna þar. Hún segist ekkert vita enn um afdrif læknanna sem hún ræddi við.Una Sighvatsdóttir.VísirÍ færslu á Facebook segir Una viðtal við dr. Sonia Baha hafi birst í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. „Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir. Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu,“ segir Una. Með færslunni birti hún viðtalið við dr. Sonia Baha sem sjá má hér að neðan. Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Minnst 30 eru látnir og 50 særðir eftir árás vígamanna Íslamska ríkisins á stærsta hersjúkrahúsið í Kabul í Afganistan í morgun. Vígamennirnir, sem voru klæddir eins og starfsmenn sjúkrahússins, brutu sér leið inn í sjúkrahúsið eftir að einn þeirra sprengdi sprengjubelti sitt við inngang þess. Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Þeir héldu sjúkrahúsinu í um sex klukkustundir, en hópur sérsveitarmanna var fluttur með þyrlu á þak þess og felldu þeir árásarmennina fjóra. Þá höfðu miklir bardagar staðið yfir í og við sjúkrahúsið.Hér fyrir neðan má sjá myndband af sérsveitarmönnunum lenda á þakinu. Þar má einnig sjá hvernig fólk falldi sig á syllum fyrir utan glugga á sjúkrahúsinu.Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina og segir hana brjóta gegn mannlegum gildum. „Í öllum trúarbrögðum eru sjúkrahús talin vera griðarstaðir og að ráðast á slíkt er að ráðast á allt Afganistan.“ Fréttaveita ISIS hefur birt myndir og myndskeið sem vígamennirnir tóku inn í sjúkrahúsinu og þar fyrir utan. Talibanar í Afganistan segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt. Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er í Kabul á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hún hafði nýverið heimsótt sjúkrahúsið og rætt við unga kvenlækna sem vinna þar. Hún segist ekkert vita enn um afdrif læknanna sem hún ræddi við.Una Sighvatsdóttir.VísirÍ færslu á Facebook segir Una viðtal við dr. Sonia Baha hafi birst í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. „Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir. Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu,“ segir Una. Með færslunni birti hún viðtalið við dr. Sonia Baha sem sjá má hér að neðan.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira