Tyrkir hóta að binda enda á flóttamannasamkomulagið Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2017 22:12 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Yfirvöld í Tyrklandi hafa hótað því að fella niður samkomulag við Evrópusambandið sem hefur dregið verulega úr komum flóttamanna til Evrópu. Harðar deilur standa nú yfir á milli Tyrklands og ESB-ríkja eftir að tyrkneskum ráðherrum var meinað að halda kosningafundi víða í Evrópu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir „anda fasisma“ vera hömlulausan í Evrópu. Forsetinn sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Evrópa stefndi að því að drukkna í eigin ótta. Hatur gegn Tyrkjum og Íslam væri að aukast og að Evrópubúar væru jafnvel hræddir við flóttafólk. „Við getum bundið enda á flóttamannasamkomulagið,“ sagði Erdogan. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sló á svipaða strengi í dag. Þá skammaðist hann yfir því að ESB hefði ekki tryggt Tyrkjum þann rétt að ferðast um Evrópu án vegabréfsáritana, eins og samkomulagið sagði til um. Samkvæmt samkomulaginu sem um ræðir myndu Tyrkir herða landamæraeftirlit sitt og stöðva smyglara í því að reyna að koma flóttafólki yfir Eyjahaf til Grikklands. Flóttafólk sem komst til Grikklands var svo sent aftur til Tyrklands. Síðan samkomulagið var samþykkt í mars í fyrra hefur tilraunum flóttafólks við að reyna að komast til Grikklands fækkað til muna. Undanfarna daga hefur Erdogan ítrekað kallað Hollendinga og Þjóðverja nasista og hefur hann jafnvel sagt Hollendinga vera ábyrga fyrir versta fjöldamorði Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.Sambandið stirt áður Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. mars komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun. Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Sérfræðingar telja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11 Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa hótað því að fella niður samkomulag við Evrópusambandið sem hefur dregið verulega úr komum flóttamanna til Evrópu. Harðar deilur standa nú yfir á milli Tyrklands og ESB-ríkja eftir að tyrkneskum ráðherrum var meinað að halda kosningafundi víða í Evrópu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir „anda fasisma“ vera hömlulausan í Evrópu. Forsetinn sagði í sjónvarpsviðtali í dag að Evrópa stefndi að því að drukkna í eigin ótta. Hatur gegn Tyrkjum og Íslam væri að aukast og að Evrópubúar væru jafnvel hræddir við flóttafólk. „Við getum bundið enda á flóttamannasamkomulagið,“ sagði Erdogan. Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, sló á svipaða strengi í dag. Þá skammaðist hann yfir því að ESB hefði ekki tryggt Tyrkjum þann rétt að ferðast um Evrópu án vegabréfsáritana, eins og samkomulagið sagði til um. Samkvæmt samkomulaginu sem um ræðir myndu Tyrkir herða landamæraeftirlit sitt og stöðva smyglara í því að reyna að koma flóttafólki yfir Eyjahaf til Grikklands. Flóttafólk sem komst til Grikklands var svo sent aftur til Tyrklands. Síðan samkomulagið var samþykkt í mars í fyrra hefur tilraunum flóttafólks við að reyna að komast til Grikklands fækkað til muna. Undanfarna daga hefur Erdogan ítrekað kallað Hollendinga og Þjóðverja nasista og hefur hann jafnvel sagt Hollendinga vera ábyrga fyrir versta fjöldamorði Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.Sambandið stirt áður Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. mars komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun. Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Sérfræðingar telja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11 Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Erdogan sýnir klærnar Skoðanakannanir sýna að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá í Tyrklandi gæti farið á hvorn veginn sem er. 14. mars 2017 08:00
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17
Hollenska sendiherranum meinað að koma aftur til Tyrklands Spennan á milli Hollendinga og Tyrkja magnast enn. 14. mars 2017 08:11
Erdogan: "Við þekkjum Holland eftir fjöldamorðin í Srebrenica“ Tyrklandsforseti hefur aftur ráðist gegn Hollandi með því að segja þá ábyrga fyrir mesta fjöldamorðinu í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. 14. mars 2017 14:11