Erdogan berst við „Nasista“ og hótar þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2017 19:22 Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira