Segir eldflaugar Bandaríkjahers hafa eyðilagt 20 prósent sýrlensks herflugvélaflota Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2017 22:02 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“ Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53