Segir eldflaugar Bandaríkjahers hafa eyðilagt 20 prósent sýrlensks herflugvélaflota Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2017 22:02 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“ Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 20 prósent af starfhæfum herflugvélaflota Sýrlands hafi eyðilagst í nýlegri árás Bandaríkjahers á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Hann sagði einnig að í kjölfar árásarinnar myndi stjórnarher Sýrlands hugsa sig tvisvar um áður en efnavopnum væri beitt. BBC greinir frá. Föstudaginn 7. apríl skaut Bandaríkjaher 59 Tomahawk-eldflaugum að Shayrat-herflugvellinum í Sýrlandi í kjölfar efnavopnaárásar þar í landi daginn áður. Þetta er fyrsta beina árás Bandaríkjamanna gegn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Sýrlensk yfirvöld hafa neitað aðild að efnavopnaárásinni, sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun. 89 manns létust í árásinni en bærinn er í höndum uppreisnarmanna.„Bandaríkin munu ekki sitja hjá með hendur í skauti“Mattis sagði að árás Bandaríkjamanna hefði eyðilagt eldsneytis- og skotvopnaaðstöðu, skaðað loftvarnir og um 20 prósent af flugvélum sýrlenska stjórnarhersins. „Sýrlenska ríkisstjórnin getur ekki lengur sett eldsneyti á flugvélar sínar eða hlaðið þær vopnum á Shayrat-herflugvellinum,“ bætti hann við, auk þess sem að haft var eftir honum að Bandaríkin myndu ekki „sitja hjá með hendur í skauti á meðan forseti Sýrlands myrðir saklaust fólk með efnavopnum.“ Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði þó að aðeins 6 sýrlenskar þotur af gerðinni MiG-23 hefðu eyðilagst í árásinni, auk nokkurra bygginga, og að aðeins 23 af 59 eldflaugum Bandaríkjahers hefðu náð alla leið að skotmarkinu. Fulltrúar G7-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, funda um þessar mundir á Ítalíu, m.a. um samband Rússlands og Sýrlands.Bandamenn hóta að svara í sömu mynt Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði að möguleiki væri á frekari eldflaugaárásum af hendi Bandaríkjahers. Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá fjölmiðlafulltrúum ríkisstjórna Rússlands og Íran, helstu bandamönnum Sýrlands, kemur fram að löndin hóti að svara í sömu mynt. „Nú munum við svara hverjum þeim af krafti sem fer yfir strikið eða reynist árásaraðili. Ameríka veit að við getum svarað fyrir okkur.“
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00 Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Bandaríkjaher réðst á sýrlenskan herflugvöll. Sex hermenn féllu. Gengið er út frá því að ráðist hafi verið á bæinn Khan Sheikhoun frá flugvellinum og efnavopnum beitt. Rússar bregðast illa við árásinni. 8. apríl 2017 06:00
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Bandamenn Assad hóta hefndum Bandamenn Bashar al-Assad sýrlandsforseta sögðu í dag að þeir muni bregðast við öllum árásum á Sýrland. 9. apríl 2017 16:53
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent