Brottflutningur almennra borgara hafinn í fjórum sýrlenskum bæjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 11:51 Sjúkraliðar Rauða hálfmánans bíða eftir fólki frá bænum Kafraya í grennd við Aleppo í dag. Vísir/Afp Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum. Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Ríkisstjórn Sýrlands og uppreisnarhópar hafa byrjað að flytja fólk úr fjórum bæjum sem setið er um, segja aðgerðarsinnar. BBC greinir frá. Gert er ráð fyrir að um þrjátíu þúsund manns verði fluttir í öruggt skjól. Íbúar bæjanna Foah og Kefraya í norð-vesturhluta Sýrlands verða sendir til svæða í grennd við Aleppo, sem ríkisstjórnin hefur til umráða. Fólk úr bænum Madaya hefur verið flutt til Idlib-héraðs. Enn er óljóst hvort bærinn Zabadini sé innifalinn í samningnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í fyrrnefndum fjórum bæjum sem „hörmulegu,“ þar sem rúmlega sextíu og fjögur þúsund almennra borgara séu „fastir í vítahring daglegs ofbeldis og skorts.“ Fjölmargir eru taldir hafa látist sökum skorts á mat og lyfjum.Hið „Fjögurra bæja samkomulag“ umdeilt Meirihluti íbúa bæjanna Foah og Kefraya eru shia-múslimar en þeir hafa verið umkringdir uppreisnarmönnum og sunni-öfgamúslimum, sem taldir eru tengjast al-Qaeda samtökunum, síðan í mars 2015. Í Madaya og Zabadani búa hins vegar að mestu sunni-múslimar en um þá hefur sýrlenski stjórnarherinn setið, auk manna úr hinni líbönsku Hezbollah-skæruliðahreyfingu. Brottflutningarnir eru hluti af hinu svokallaða „Fjögurra bæja samkomulagi“ en deiluaðilar hafa nokkrum sinnum á undanförnum tveimur árum leyft Sameinuðu þjóðunum og Rauða krossinum að veita aðstoð á svæðunum og hafa á brott takmarkaðan fjölda veikra og særðra. Það hefur sætt gagnrýni á grundvelli mikils félagslegs umróts. Samningurinn um brottflutningana hefur verið í umsjón írönsku ríkisstjórnarinnar, bandamanna Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, og ríkisstjórnar Katars, sem styður uppreisnarmennina. Tæplega fimm milljónir manna hafast nú við á umsetnum svæðum í Sýrlandi. Utanríkisráðherrar Rússlands, Sýrlands og Írans munu fljótlega funda í fyrsta skipti síðan Bandaríkjamenn gerðu eldflaugaárás á sýrlenska Shayrat-herflugvöllinn. Búist er við því að ráðherrarnir ræði næsta útspil landanna á fundinum.
Flóttamenn Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34