Úkraína

Fréttamynd

Aðmírállinn virðist enn á lífi

Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær.

Erlent
Fréttamynd

Segj­ast hafa fellt yf­ir­mann Svart­a­hafs­flot­a Rúss­a

Yfirmenn sérsveita Úkraínuhers segja stjórnanda Svartahafsflota Rússa hafa fallið í stýriflaugaárás á höfuðstöðvar flotans í Sevastaopol á Krímskaga á föstudaginn. Þar að auki hafi 34 aðrir yfirmenn í rússneska hernum fallið og rúmlega hundrað hafi særst.

Erlent
Fréttamynd

Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS.

Erlent
Fréttamynd

Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vill taka neit­un­ar­vald­ið af Rúss­um

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald.

Erlent
Fréttamynd

„Illsku er ekki treystandi“

Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Telja eldflaugina hafa verið úkraínska

Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum

Úkraínski herinn skemmdi í nótt rússneskt herskip og kafbát sem voru í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Það gerðu Úkraínumenn með Storm Shadow stýriflaugum en árásin beindist að höfuðstöðvum Svartahafsflota Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna

Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink.

Erlent
Fréttamynd

Sextán borgarar féllu í árás Rússa

Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli

Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Endur­nýjar ekki korn­samning nema kröfum hans verði mætt

Vladímír Pútín Rússlandsforseti ljær ekki máls á því að endurvekja samkomulag um kornflutning á Svartahafi nema vestræn ríki fallist á kröfur hans um tilslakanir fyrir Rússland. Geri þau það verði hægt að endurnýja samninginn á fáum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Rezni­kov ekki lengur varnar­mála­ráð­herra Úkraínu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur greint frá því að varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov hafi látið af embætti. Reznikov hefur farið fyrir varnarmálum Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst en Selenskí segir nýrrar nálgunar þörf.

Erlent
Fréttamynd

Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu

Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri

Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina.

Erlent
Fréttamynd

Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman

Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út.

Erlent