Erlent

Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopna­hlés

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Selenskí og Pútín hafa sakað hvor annan um að rjúfa vopnahléð frá gildistöku þess um kvöldmatarleytið í gær.
Selenskí og Pútín hafa sakað hvor annan um að rjúfa vopnahléð frá gildistöku þess um kvöldmatarleytið í gær. AP/Efrem Lukatsky

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að frá því að páskavopnahlé Pútíns Rússlandsforseta tók gildi klukkan sex í gærkvöld og til miðnættis hafi Rússar gert 387 stórskotaliðsárásir, 19 áhlaup og 290 flygildaárásir.

Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu.

Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast á­fram þrátt fyrir vopna­hlé

„Á heildina litið getum við sagt að Rússlandsher sé að reyna að skapa ímynd vopnahlés á meðan hann heldur áfram tilraunum til landvinninga í Úkraínu,“ segir Selenskí í færslu á samfélagsmiðlum.

„Rússland verður að standa að fullu við skilmála vopnahlésins. Tilboð Úkraínu um innleiðingu og framlengingu vopnahlésins um þrjátíu daga frá og með miðnætti stendur enn. Við munum bera okkur í samræmi við raunaðstæður á jörðu niðri,“ segir hann svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×