Forsetakosningar 2012 Nýtt hlutverk, næsti forseti Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Skoðun 24.6.2012 21:19 Ari Trausti er traustsins verður "Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð,“ hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Skoðun 24.6.2012 21:19 Segja að Ari hafi verið beðinn um að draga framboðið til baka Nokkuð hefur borið á því að stuðningsmenn Þóru séu að leitast eftir því að Ari Trausti Guðmundsson dragi framboð sitt tilbaka og lýsi yfir stuðningi við hana einungis svo Ólafur Ragnar Grímsson verði ekki endurkjörinn. Þetta fullyrða stuðningsmenn Ara Trausta á fésbókarsíðu hans. Innlent 24.6.2012 21:03 Ólafur Ragnar og Þóra töluðu mest Ólafur Ragnar Grímsson var ræðukóngurinn í sjónvarpskappræðum Stöðvar 2 og Vísis sem fram fór í Hörpu í kvöld. Ólafur Ragnar talaði í 16 mínútur og 55 sekúndur en Þóra í 14 mínútur og 35 sekúndur. Frambjóðendurnir töluðu allir í meira en 10 mínútur. Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir töluðu báðar í 11 mínútur, Ari í 10 mínútur og 55 sekúndur og Hannes í 10 mínútur og 15 sekúndur. Innlent 24.6.2012 20:43 Ólafur harðneitar því að hann sé pólitískur forseti Ólafur Ragnar Grímsson þvertekur fyrir það að hann sé pólitískur forseti. Hann segir að það séu einungis þrjú pólitísk málefni sem hann hafi fjallað um. Það séu Icesavemálið, Evrópusambandið og stjórnarskrármálið. Allar hans gjörðir og ummæli hafi verið í samræmi við íslenska stjórnskipunarhefð. Innlent 24.6.2012 20:22 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2012 20:18 Ari Trausti: Ætlar að fara oftar til Akureyrar en Kína Ari Trausti Guðmundsson myndi reyna að brúa bilið á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar næði hann kjöri sem forseti lýðveldisins, þetta kom fram í kappræðum forsetaframbjóðenda sem fram fara í beinni útsendingu í Hörpu. Hann bætti svo við: Innlent 24.6.2012 19:58 Óraunhæft að forseti leggi fram frumvarp Forsetaframbjóðendur eru ósammála um það hvort forseti geti lagt fram frumvarp. Andrea Ólafsdóttir telur að forseti geti lagt fram slíkt frumvarp, en það myndi hann gera í fullu samráði við forsætisráðherra. Ari Trausti líka. "Eins og ég les stjórnarskrána þá getur hann það," sagði Ari Trausti Guðmundsson. En hann sagði að forsetinn yrði algjörlega áhrifalaus um það hvað yrði um slíkt frumvarp. Forsetinn yrði að gera þetta í samráði við forsætisráðherra. Innlent 24.6.2012 19:54 Ólafur Ragnar: Fólkið vill öryggi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Andrea Ólafsdóttir eru sammála um það að fólk hugsi um öryggi þegar það lítur til framtíðar. Þá vilji það fá tækifæri til þess að nýta málskotsrétt forsetans áfram. "Þannig túlka ég niðurstöður skoðanakannana," sagði Andrea Ólafsdóttir. Innlent 24.6.2012 19:28 Kappræðurnar hófust á átökum á milli Þóru og Ólafs Kappræður forsetaframbjóðenda í Hörpu á Stöð 2 fór af stað með átökum á milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Þannig var Andrea Ólafsdóttir spurð að því hvernig hún upplifði kosningabaráttuna. Hún sagðist hafa orðið vör við aukna hörk Innlent 24.6.2012 19:13 Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. Innlent 24.6.2012 11:28 Við kusum hana Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Skoðun 22.6.2012 15:45 Katrín lýsir yfir stuðningi við Þóru Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra styður Þóru Arnórsdóttur í embætti forseta Íslands. Katrín lýsir þessu yfir í grein sem birtist hér á Vísi og hún skrifar með átta öðrum bernskuvinkonum sínum. Í hópnum er líka Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG. Katrín er fyrsti ráðherrann til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda með greinarskrifum. Innlent 23.6.2012 11:23 Saumaklúbbur sameinast um Þóru Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Skoðun 22.6.2012 15:46 Segðu satt Ólafur Ragnar Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í kosningabaráttunni. Sjálfan sig. Skoðun 22.6.2012 21:22 Ólafur með forskot á Þóru ForsetakjörÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur tæplega 8 prósentustiga forskot á Þóru Arnórsdóttur samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi forsetaframbjóðenda. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,5% myndu kjósa Ólaf Ragnar og 36,9% Þóru Arnórsdóttur. Þá sögðust 10,1% myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson og 4,6% Herdísi Þorgeirsdóttur. Loks sögðust 2,0% myndu kjósa Andreu J. Ólafsdóttur og 1,9% Hannes Bjarnason. Innlent 22.6.2012 21:20 „Leikur á borði“ Skoðun 22.6.2012 15:18 Dorrit lærði að steikja kleinur Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Dorrit Moussaieff, forsetafrú sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu Ólafs Ragnars, eiginmanns síns... Lífið 22.6.2012 14:48 Ólafur enn með yfirhöndina Tæplega 45% ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum og 37% ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þá voru 10,1% þeirra sem tóku afstöðu sem lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmundsson, 4,6% vildu kjósa Herdísi Þorgeirsdótur, 2,0% Andreu J. Ólafsdóttur og tæp 2% Hannes Bjarnason. Könnunin var gerð dagana 13.-19. júní og voru þátttakendur á aldrinum 18-67 ára. 1816 manns svöruðu könnuninni á Netinu. Innlent 22.6.2012 13:50 Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Skoðun 21.6.2012 20:43 Stuðningsgrein: Þóra Arnórsdóttir, forseti sáttar og bjartsýni Nú, á bjartasta tíma ársins, göngum við Íslendingar til forsetakosninga. Forsetakosningar eru í mínum huga tilefni gleði og bjartsýni. Það eru forréttindi og því fylgir jafnframt ábyrgð að fá að velja sér forseta og nýta kosningaréttinn. Skoðun 21.6.2012 20:43 Vísar ásökunum á bug Svavar Halldórsson sambýlismaður Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðenda segir að fyrrverandi eiginkona sín reyni gegn betri vitund að láta líta svo út að hann hafi framið ofbeldisverk. Innlent 21.6.2012 20:31 Ólafur og Þóra tapa fylgi Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir tapa bæði fylgi í nýrri könnun Gallup sem gerð var fyrir RÚV. Þá bæta Ari Trausti Guðmundsson og Herdís Þorgeirsdóttir við sig fylgi. Innlent 21.6.2012 19:22 Ólafur breytti engu – en nú þarf að breyta! Skoðun 21.6.2012 16:00 Nýju fötin forsetans Skoðun 21.6.2012 15:36 Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Skoðun 21.6.2012 13:31 Herdís segir ummæli röng Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi segir að ummæli hennar í Vísi árið 1977 séu ekki rétt eftir henni höfð. Svar hennar við því hver hennar fyrstu viðbrögð yrðu ef hingað til lands flyttust 10 þúsund svertingjar má sjá hér fyrir ofan. Innlent 20.6.2012 21:57 Fremstur meðal jafningja - og stjórnmálaflokkur eins manns Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. Skoðun 20.6.2012 17:28 Taflmennska án nægrar íhugunar Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera "númer þrjú“ í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Skoðun 19.6.2012 21:22 Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Innlent 18.6.2012 21:40 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 9 ›
Nýtt hlutverk, næsti forseti Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Skoðun 24.6.2012 21:19
Ari Trausti er traustsins verður "Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð,“ hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Skoðun 24.6.2012 21:19
Segja að Ari hafi verið beðinn um að draga framboðið til baka Nokkuð hefur borið á því að stuðningsmenn Þóru séu að leitast eftir því að Ari Trausti Guðmundsson dragi framboð sitt tilbaka og lýsi yfir stuðningi við hana einungis svo Ólafur Ragnar Grímsson verði ekki endurkjörinn. Þetta fullyrða stuðningsmenn Ara Trausta á fésbókarsíðu hans. Innlent 24.6.2012 21:03
Ólafur Ragnar og Þóra töluðu mest Ólafur Ragnar Grímsson var ræðukóngurinn í sjónvarpskappræðum Stöðvar 2 og Vísis sem fram fór í Hörpu í kvöld. Ólafur Ragnar talaði í 16 mínútur og 55 sekúndur en Þóra í 14 mínútur og 35 sekúndur. Frambjóðendurnir töluðu allir í meira en 10 mínútur. Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir töluðu báðar í 11 mínútur, Ari í 10 mínútur og 55 sekúndur og Hannes í 10 mínútur og 15 sekúndur. Innlent 24.6.2012 20:43
Ólafur harðneitar því að hann sé pólitískur forseti Ólafur Ragnar Grímsson þvertekur fyrir það að hann sé pólitískur forseti. Hann segir að það séu einungis þrjú pólitísk málefni sem hann hafi fjallað um. Það séu Icesavemálið, Evrópusambandið og stjórnarskrármálið. Allar hans gjörðir og ummæli hafi verið í samræmi við íslenska stjórnskipunarhefð. Innlent 24.6.2012 20:22
Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2012 20:18
Ari Trausti: Ætlar að fara oftar til Akureyrar en Kína Ari Trausti Guðmundsson myndi reyna að brúa bilið á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar næði hann kjöri sem forseti lýðveldisins, þetta kom fram í kappræðum forsetaframbjóðenda sem fram fara í beinni útsendingu í Hörpu. Hann bætti svo við: Innlent 24.6.2012 19:58
Óraunhæft að forseti leggi fram frumvarp Forsetaframbjóðendur eru ósammála um það hvort forseti geti lagt fram frumvarp. Andrea Ólafsdóttir telur að forseti geti lagt fram slíkt frumvarp, en það myndi hann gera í fullu samráði við forsætisráðherra. Ari Trausti líka. "Eins og ég les stjórnarskrána þá getur hann það," sagði Ari Trausti Guðmundsson. En hann sagði að forsetinn yrði algjörlega áhrifalaus um það hvað yrði um slíkt frumvarp. Forsetinn yrði að gera þetta í samráði við forsætisráðherra. Innlent 24.6.2012 19:54
Ólafur Ragnar: Fólkið vill öryggi Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Andrea Ólafsdóttir eru sammála um það að fólk hugsi um öryggi þegar það lítur til framtíðar. Þá vilji það fá tækifæri til þess að nýta málskotsrétt forsetans áfram. "Þannig túlka ég niðurstöður skoðanakannana," sagði Andrea Ólafsdóttir. Innlent 24.6.2012 19:28
Kappræðurnar hófust á átökum á milli Þóru og Ólafs Kappræður forsetaframbjóðenda í Hörpu á Stöð 2 fór af stað með átökum á milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Þannig var Andrea Ólafsdóttir spurð að því hvernig hún upplifði kosningabaráttuna. Hún sagðist hafa orðið vör við aukna hörk Innlent 24.6.2012 19:13
Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. Innlent 24.6.2012 11:28
Við kusum hana Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Skoðun 22.6.2012 15:45
Katrín lýsir yfir stuðningi við Þóru Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra styður Þóru Arnórsdóttur í embætti forseta Íslands. Katrín lýsir þessu yfir í grein sem birtist hér á Vísi og hún skrifar með átta öðrum bernskuvinkonum sínum. Í hópnum er líka Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG. Katrín er fyrsti ráðherrann til að lýsa yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda með greinarskrifum. Innlent 23.6.2012 11:23
Saumaklúbbur sameinast um Þóru Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur og höldum enn hópinn. Við áttum í raun fátt annað sameiginlegt en að búa í sama hverfinu. Komum úr stórum og litlum fjölskyldum, misvel efnuðum og fengum mjög ólíkt uppeldi. Sumar voru á fullu í tónlist, aðrar í íþróttum, dansi, bókmenntum, dúkkulísum eða servíettusöfnun. Samt urðum við vinkonur – og erum enn, miðaldra með börn og bú og afar mismunandi lífsstíl og skoðanir. Skoðun 22.6.2012 15:46
Segðu satt Ólafur Ragnar Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í kosningabaráttunni. Sjálfan sig. Skoðun 22.6.2012 21:22
Ólafur með forskot á Þóru ForsetakjörÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur tæplega 8 prósentustiga forskot á Þóru Arnórsdóttur samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi forsetaframbjóðenda. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,5% myndu kjósa Ólaf Ragnar og 36,9% Þóru Arnórsdóttur. Þá sögðust 10,1% myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson og 4,6% Herdísi Þorgeirsdóttur. Loks sögðust 2,0% myndu kjósa Andreu J. Ólafsdóttur og 1,9% Hannes Bjarnason. Innlent 22.6.2012 21:20
Dorrit lærði að steikja kleinur Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Dorrit Moussaieff, forsetafrú sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu Ólafs Ragnars, eiginmanns síns... Lífið 22.6.2012 14:48
Ólafur enn með yfirhöndina Tæplega 45% ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum og 37% ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Þá voru 10,1% þeirra sem tóku afstöðu sem lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmundsson, 4,6% vildu kjósa Herdísi Þorgeirsdótur, 2,0% Andreu J. Ólafsdóttur og tæp 2% Hannes Bjarnason. Könnunin var gerð dagana 13.-19. júní og voru þátttakendur á aldrinum 18-67 ára. 1816 manns svöruðu könnuninni á Netinu. Innlent 22.6.2012 13:50
Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Skoðun 21.6.2012 20:43
Stuðningsgrein: Þóra Arnórsdóttir, forseti sáttar og bjartsýni Nú, á bjartasta tíma ársins, göngum við Íslendingar til forsetakosninga. Forsetakosningar eru í mínum huga tilefni gleði og bjartsýni. Það eru forréttindi og því fylgir jafnframt ábyrgð að fá að velja sér forseta og nýta kosningaréttinn. Skoðun 21.6.2012 20:43
Vísar ásökunum á bug Svavar Halldórsson sambýlismaður Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðenda segir að fyrrverandi eiginkona sín reyni gegn betri vitund að láta líta svo út að hann hafi framið ofbeldisverk. Innlent 21.6.2012 20:31
Ólafur og Þóra tapa fylgi Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir tapa bæði fylgi í nýrri könnun Gallup sem gerð var fyrir RÚV. Þá bæta Ari Trausti Guðmundsson og Herdís Þorgeirsdóttir við sig fylgi. Innlent 21.6.2012 19:22
Stuðningsgrein: Hræddu mig til að kjósa Þetta er í annað sinn sem ég kýs forseta og ég hlakka til að gefa þeim frambjóðanda atkvæði sem mér þykir hafa mest til brunns að bera. Forsetakosningar eru nefnilega frekar sjaldgæfar hér á landi. Síðustu alvöru kosningarnar voru 1996 og það var ekkert auðvelt að velja, ég kaus Ólaf. Síðan þá hefur forsetaembættið verið í andlegri lægð og enginn falast eftir því - nánast enginn. Ég hef ekki þurft að kjósa Ólaf aftur. Fyrst leit út fyrir að enn ætlaði enginn að bjóða sig fram og ég þyrfti að velja á milli Ólafs og Ástþórs. Það hefði í alvöru verið erfitt val. Skoðun 21.6.2012 13:31
Herdís segir ummæli röng Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi segir að ummæli hennar í Vísi árið 1977 séu ekki rétt eftir henni höfð. Svar hennar við því hver hennar fyrstu viðbrögð yrðu ef hingað til lands flyttust 10 þúsund svertingjar má sjá hér fyrir ofan. Innlent 20.6.2012 21:57
Fremstur meðal jafningja - og stjórnmálaflokkur eins manns Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. Skoðun 20.6.2012 17:28
Taflmennska án nægrar íhugunar Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera "númer þrjú“ í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Skoðun 19.6.2012 21:22
Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Innlent 18.6.2012 21:40