Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Svanur Sigurbjörnsson skrifar 22. júní 2012 06:00 Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru!
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun