Ólafur Ragnar: Fólkið vill öryggi http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=LVE4&stream=st2 skrifar 24. júní 2012 19:28 Ólafur Ragnar Grímsson og Ari Trausti Guðmundsson eru á öndverðri skoðun. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Andrea Ólafsdóttir eru sammála um það að fólk hugsi um öryggi þegar það lítur til framtíðar. Þá vilji það fá tækifæri til þess að nýta málskotsrétt forsetans áfram. „Þannig túlka ég niðurstöður skoðanakannana," sagði Andrea Ólafsdóttir í sjónvarpskappræðum í Hörpu. Ólafur Ragnar Grímsson tók í svipaðan streng. „Icesave málið, burtséð frá efnisatriðum þessa máls, var mikil sýnikennsla í nýjum lýðræðisháttum á Ísland. Það er mikil krafa um að haldið verði áfram á þeirri braut," sagði Ólafur. Hann sagðist jafnframt vera þeirrar skoðunar, og hafi verið það um árabil, að ákveðið hlutfall þjóðarinnar ætti að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Ari Trausti Guðmundsson sagðist hins vegar ekki telja að málskotsrétturinn brenni mikið á fólki. Fólk myndi ekki nota málskotsréttinn á hverju ári. Það væru aftur á móti ákveðin mál, eins og aðildin að Evrópusambandinu eða gjáin á milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar, sem brenni á fólki en einnig velti fólk mikið fyrir sér undirliggjandi hlutverki forsetans. Hvort hann ætti að vera pólitískur eða umboðsmaður allrar þjóðarinnar. Hannes sagði að málskotsrétturinn væri hins vegar umræða sem hefði verið blásin mikið upp í fjölmiðlum. Hins vegar væri fólk mikið að hringja í sig og lýsa aðstæðum sínum. Það væri lítið búið að gera til að leiðrétta skuldir fólks og fleira slíkt. Það sé ekki búið að gera upp hrunið nægilega vel. Herdís Þorgeirsdóttir sagði að það þyrfti fyrst og fremst að endurvinna traust á stjórnvöldum. Þóra Arnórsdóttir sagði að fólk vildi helst ræða um stöðu og framtíð þjóðarinnar. „Ég upplifi ekki þennan mikla ótta eða óvissu við framtíðina," sagði Þóra og vísaði þar í orð Ólafs Ragnars Grímssonar um að fólk væri að kjósa öryggi. „Það er mikil eftirspurn eftir jákvæðri umræðu," sagði Þóra Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Andrea Ólafsdóttir eru sammála um það að fólk hugsi um öryggi þegar það lítur til framtíðar. Þá vilji það fá tækifæri til þess að nýta málskotsrétt forsetans áfram. „Þannig túlka ég niðurstöður skoðanakannana," sagði Andrea Ólafsdóttir í sjónvarpskappræðum í Hörpu. Ólafur Ragnar Grímsson tók í svipaðan streng. „Icesave málið, burtséð frá efnisatriðum þessa máls, var mikil sýnikennsla í nýjum lýðræðisháttum á Ísland. Það er mikil krafa um að haldið verði áfram á þeirri braut," sagði Ólafur. Hann sagðist jafnframt vera þeirrar skoðunar, og hafi verið það um árabil, að ákveðið hlutfall þjóðarinnar ætti að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Ari Trausti Guðmundsson sagðist hins vegar ekki telja að málskotsrétturinn brenni mikið á fólki. Fólk myndi ekki nota málskotsréttinn á hverju ári. Það væru aftur á móti ákveðin mál, eins og aðildin að Evrópusambandinu eða gjáin á milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar, sem brenni á fólki en einnig velti fólk mikið fyrir sér undirliggjandi hlutverki forsetans. Hvort hann ætti að vera pólitískur eða umboðsmaður allrar þjóðarinnar. Hannes sagði að málskotsrétturinn væri hins vegar umræða sem hefði verið blásin mikið upp í fjölmiðlum. Hins vegar væri fólk mikið að hringja í sig og lýsa aðstæðum sínum. Það væri lítið búið að gera til að leiðrétta skuldir fólks og fleira slíkt. Það sé ekki búið að gera upp hrunið nægilega vel. Herdís Þorgeirsdóttir sagði að það þyrfti fyrst og fremst að endurvinna traust á stjórnvöldum. Þóra Arnórsdóttir sagði að fólk vildi helst ræða um stöðu og framtíð þjóðarinnar. „Ég upplifi ekki þennan mikla ótta eða óvissu við framtíðina," sagði Þóra og vísaði þar í orð Ólafs Ragnars Grímssonar um að fólk væri að kjósa öryggi. „Það er mikil eftirspurn eftir jákvæðri umræðu," sagði Þóra
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira