Grímsvötn

Fréttamynd

Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra

Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

Litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult

Veðurstofan hefur breytt litakóða fyrir Grímsvötn í gult. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar í eftirmiðdag og stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð klukkan 14:24. Jarðskjálftavirkni er því umfram eðlilega bakgrunnsvirkni að sögn náttúruvársérfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi líkur á gosi í Grímsvötnum

Veðurstofan hefur fært fluglitakóða fyrir Grímsvötn niður á gult. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í gærmorgun, þar sem meðal annars mældist skjálfti af stærð 3,6 sem er óvenjustór fyrir Grímsvötn, var fluglitakóðinn settur á appelsínugult í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina

Viðvörunarstig vegna Grímsvatna hefur verið fært yfir í appelsínugulan lit fyrir alþjóðaflug vegna skjálftavirkni sem hófst á svæðinu í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir engan gosóróa mælast á svæðinu að svo stöddu en ekki sé hægt að útiloka neitt þegar kemur að Grímsvötnum.

Innlent
Fréttamynd

Eldstöðin Grímsvötn sett á appelsínugula viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðvörunarstig vegna Grímsvatna úr gulum lit í appelsíngulan lit fyrir alþjóðflug, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi. Þetta var gert klukkan níu í morgun eftir jarðskjálftahrinu í eldstöðinni fyrr um morguninn.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,6 að stærð í Gríms­vötnum

Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið nái sennilega hámarki á sunnudag

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli stöðugt úr jöklinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að hlaupið muni sennilega ná hámarki um helgina og er ekki hægt að útiloka að gos fylgi í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa

Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár

Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot.

Innlent
Fréttamynd

Íshellann í Grímsvötnum sigið um fjórtán metra

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur sigið um fjórtán metra frá því að hún mældist hæst. Vatn úr Grímsvötnum hefur verið að mælast í Gígjukvísl og hefur vatnshæð þar hækkað sem og rennslið.

Innlent
Fréttamynd

Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls

Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést.

Innlent
Fréttamynd

Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vatns­hæð í Gígju­kvísl hækkað um einn metra

Vatnhæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra frá í síðustu viku og þá hefur íshellan í Grímsvötnum lækkað um heila tíu metra. Sérfræðingar Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskólans gera nú ráð yfir að Grímavatnahlaup nái hámarki um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ís­hellan sigið um fimm metra

Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um fimm metra síðan á miðvikudag síðustu viku. Hlaupórói mælist á skjálftamælum, sem gefur til kynna að vatn er farið að streyma undir jöklinum.

Innlent
Fréttamynd

Telja nokkra sólarhringa í hlaup

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands búast ekki við því að fyrr en að hlaup hefjist úr Grímsvötnum í Vatnajökli fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Íshellan þar hefur lækkað um 1,4 metra frá því hún stóð hæst og bendir það til að vatns sé byrjað að renna undir jöklinum og leiti sér að farvegi.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Hefur sigið um 34 sentimetra

Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun.

Innlent