Bandaríkin

Fréttamynd

Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella

Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið.

Tónlist
Fréttamynd

Ung­lingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsa­villt

Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir.

Erlent
Fréttamynd

Óperu­draugurinn hefur sungið sitt síðasta

Sýningin um Óperudrauginn var sýnd í síðasta sinn á Broadway í gær. Óperan var sýnd í 35 ár í leikhúsum Broadway og enduðu sýningarnar á að vera tæplega fjórtán þúsund talsins. 

Menning
Fréttamynd

Dómari breytir hags­muna­skráningu í kjöl­far upp­ljóstrana

Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg.

Erlent
Fréttamynd

Ferillinn fór á flug eftir ör­laga­ríka lista­sýningu vestan­hafs

„Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Fjölda­skot­á­rás í af­mælis­veislu í Ala­bama

Fjórir eru látnir og allt að tuttugu særðir vegna fjöldaskotárásar í borginni Dadeville í Alabama. Skotárásin átti sér stað klukkan um hálf ellefu að staðartíma í gærkvöldi. Flest þeirra sem urðu fyrir skotárásinni eru sögð vera á táningsaldri.

Erlent
Fréttamynd

Rændi banka til að fjár­magna kvik­mynd

Bandarískur karlmaður sem rændi banka síðastliðið sumar til að fjármagna tökur á kvikmynd var dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída-ríki fyrir ránið. Maðurinn náði að hafa á brott með sér rúmlega fjögur þúsund dollara í seðlum úr bankanum en var handtekinn síðar eftir ábendingar til lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs

Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda.

Erlent
Fréttamynd

Trump malar gull á ákærunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Lést í bíl­slysi skömmu eftir jarðar­för eigin­mannsins

Sara Nowak, 42 ára gömul kona frá Wisconsin, lést í bílslysi einungis fimm klukkustundum eftir jarðarför eiginimannsins, Louis Nowak. Patricia Cartwright, móðir konunnar, segir þetta erfitt en það sé huggun harmi gegn að þau séu nú saman í eftirlífinu.

Erlent
Fréttamynd

Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands

Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða.

Lífið
Fréttamynd

Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa

Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann

Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri

Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri.

Erlent
Fréttamynd

Stálu gríðar­legu magni af klinki

Þjófar sem brutust inn í flutningabíl sem lagður var yfir nótt á bílastæði í borginni Fíladelfíu í Bandaríkjunum höfðu á brott með sér gríðarlegt magn af klinki sem var verið að geyma í bílnum. Alls var magnið af klinkinu í bílnum sjö hundruð og fimmtíu þúsund dollara virði en talið er að þjófarnir hafi náð að taka um hundrað þúsund dollara virði með sér.

Erlent
Fréttamynd

Flórída bannar þungunar­rof eftir sjö­ttu viku

Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð.

Erlent
Fréttamynd

Seldi milljarða­mæringi fast­eignir án þess að gefa það upp

Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Lak leyniskjölunum til að ganga í augun á vinum sínum

Maðurinn á bak við leka háleynilegra gagna frá Bandaríkjunum er ungur maður sem vann á herstöð í Bandaríkjunum. Hann deildi upplýsingunum fyrst með smáum hópi á spjallborði innan forritsins Discord, sem er vinsælt meðal leikjaspilara.

Erlent