Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 10:41 Harris er dugleg við að mæta í viðtöl þessa dagana enda afar mjótt á munum samkvæmt skoðanakönnunum og mikið í húfi. Getty Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira