Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 09:28 Elli segir það ekki gerast meira ekta en að taka upp myndina í sama húsi og með sömu húsgögn og voru á fundinum sjálfum. Bylgjan og Vísir/Getty Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons
Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira