Bandaríkin „DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.5.2023 13:20 Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005. Viðskipti innlent 25.5.2023 07:00 DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. Erlent 24.5.2023 23:30 Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24.5.2023 21:55 Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24.5.2023 18:39 Herða lög um þungunarrof í enn einu ríkinu Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin. Erlent 24.5.2023 14:42 Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Erlent 24.5.2023 10:34 Mútugreiðslumálið tekið fyrir í miðju forvali fyrir forsetakosningarnar Dómsmálið gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sakaður um bóhaldssvik í tengslum við greiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels, verður tekið fyrir 25. mars næstkomandi. Erlent 24.5.2023 08:16 Bandaríkjamenn segjast hvorki hafa hvatt til né stutt árásir í Rússlandi Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hvorki hafa hvatt til né greitt fyrir árásum á skotmörk í Rússlandi, eftir að sögusagnir fóru á flug á samfélagsmiðlum og víðar að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. Erlent 24.5.2023 06:47 Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Erlent 23.5.2023 23:45 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Erlent 23.5.2023 16:27 Reyna að bjarga Colorado-fljóti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Erlent 23.5.2023 14:01 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Erlent 23.5.2023 11:01 Ökumaður flutningabifreiðar handtekinn við Hvíta húsið Ökumaður flutningabifreiðar er í haldi lögreglu í Washington D.C. í Bandaríkjunum, eftir að hann ók bíl sínum á öryggistálma við lóð Hvíta hússsins, bústað forsetans. Erlent 23.5.2023 07:12 Sagði já og fékk 350 milljóna króna hring Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður heims, bað fjölmiðlakonuna Lauren Sánchez um að giftast sér á dögunum. Hún sagði já og fékk við það hring sem sagður er kosta tvær og hálfa milljónir dollara. Það samsvarar um 350 milljónum í íslenskum krónum. Lífið 22.5.2023 23:29 Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. Innlent 22.5.2023 15:00 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Erlent 22.5.2023 13:59 Tekur við kjuðunum í Foo Fighters Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær. Lífið 22.5.2023 11:58 Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. Erlent 22.5.2023 09:16 Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. Erlent 22.5.2023 08:13 Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. Innlent 22.5.2023 08:01 Jay-Z og Beyoncé keyptu dýrasta hús í sögu ríkisins Hjónin Jay-Z og Beyoncé keyptu 2.700 fermetra hús í Malibú í Kaliforníu fyrir skömmu á tvö hundruð milljónir dollara. Eignin er sú dýrasta sem selst hefur í ríkinu. Lífið 21.5.2023 17:39 Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. Erlent 21.5.2023 08:49 NASA semur við Bezos um tunglfar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Erlent 20.5.2023 08:01 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. Erlent 19.5.2023 15:16 Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Viðskipti innlent 19.5.2023 14:59 DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 19.5.2023 09:00 Fyrrverandi kærasta Woods þarf að virða þagnarsamkomulag Dómari í Flórída hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi kærastu Tiger Woods beri að virða þagnarsamning sem hún undirritaði en hefur freistað að fá felldan úr gildi. Erlent 19.5.2023 08:33 Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. Erlent 19.5.2023 07:25 Fyrsta flugið til Detroit Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar. Viðskipti innlent 18.5.2023 17:18 « ‹ 67 68 69 70 71 72 73 74 75 … 334 ›
„DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. Erlent 25.5.2023 13:20
Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005. Viðskipti innlent 25.5.2023 07:00
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. Erlent 24.5.2023 23:30
Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24.5.2023 21:55
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24.5.2023 18:39
Herða lög um þungunarrof í enn einu ríkinu Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin. Erlent 24.5.2023 14:42
Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Erlent 24.5.2023 10:34
Mútugreiðslumálið tekið fyrir í miðju forvali fyrir forsetakosningarnar Dómsmálið gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sakaður um bóhaldssvik í tengslum við greiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels, verður tekið fyrir 25. mars næstkomandi. Erlent 24.5.2023 08:16
Bandaríkjamenn segjast hvorki hafa hvatt til né stutt árásir í Rússlandi Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hvorki hafa hvatt til né greitt fyrir árásum á skotmörk í Rússlandi, eftir að sögusagnir fóru á flug á samfélagsmiðlum og víðar að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. Erlent 24.5.2023 06:47
Hyggst tilkynna framboðið á morgun með Elon Musk Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hyggst lýsa formlega yfir forsetaframboði sínu á morgun. Hann hyggst gera það ásamt milljónamæringnum Elon Musk á stafrænum vettvangi á samfélagsmiðlinum Twitter, í eigu milljónamæringsins. Erlent 23.5.2023 23:45
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. Erlent 23.5.2023 16:27
Reyna að bjarga Colorado-fljóti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. Erlent 23.5.2023 14:01
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Erlent 23.5.2023 11:01
Ökumaður flutningabifreiðar handtekinn við Hvíta húsið Ökumaður flutningabifreiðar er í haldi lögreglu í Washington D.C. í Bandaríkjunum, eftir að hann ók bíl sínum á öryggistálma við lóð Hvíta hússsins, bústað forsetans. Erlent 23.5.2023 07:12
Sagði já og fékk 350 milljóna króna hring Jeff Bezos, stofnandi Amazon og einn ríkasti maður heims, bað fjölmiðlakonuna Lauren Sánchez um að giftast sér á dögunum. Hún sagði já og fékk við það hring sem sagður er kosta tvær og hálfa milljónir dollara. Það samsvarar um 350 milljónum í íslenskum krónum. Lífið 22.5.2023 23:29
Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. Innlent 22.5.2023 15:00
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Erlent 22.5.2023 13:59
Tekur við kjuðunum í Foo Fighters Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær. Lífið 22.5.2023 11:58
Epstein sagður hafa hótað Bill Gates Jeffrey Epstein, látni auðkýfingurinn og kynferðisbrotamaðurinn, er sagður hafa hótað Bill Gates, stofnanda tæknirisans Microsoft, með upplýsingum um framhjáhald Gates með rússneskum briddsspilara fyrir nokkrum árum. Ljóstrað hefur verið upp um tengsl Epstein við fjölda áhrifamanna að undanförnu. Erlent 22.5.2023 09:16
Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. Erlent 22.5.2023 08:13
Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. Innlent 22.5.2023 08:01
Jay-Z og Beyoncé keyptu dýrasta hús í sögu ríkisins Hjónin Jay-Z og Beyoncé keyptu 2.700 fermetra hús í Malibú í Kaliforníu fyrir skömmu á tvö hundruð milljónir dollara. Eignin er sú dýrasta sem selst hefur í ríkinu. Lífið 21.5.2023 17:39
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. Erlent 21.5.2023 08:49
NASA semur við Bezos um tunglfar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa samið við fyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos, um þróun geimfars sem nota á til að lenda mönnum á tunglinu. Til stendur að nota geimfarið í verkefninu Artemis V, sem á að vera í mannaða tunglending Artemis-áætlunarinnar. Erlent 20.5.2023 08:01
Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. Erlent 19.5.2023 15:16
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Viðskipti innlent 19.5.2023 14:59
DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Erlent 19.5.2023 09:00
Fyrrverandi kærasta Woods þarf að virða þagnarsamkomulag Dómari í Flórída hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi kærastu Tiger Woods beri að virða þagnarsamning sem hún undirritaði en hefur freistað að fá felldan úr gildi. Erlent 19.5.2023 08:33
Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. Erlent 19.5.2023 07:25
Fyrsta flugið til Detroit Fyrsta áætlunarflug Icelandair til bandarísku borgarinnar Detroit fór í loftið á fimmta tímanum í dag. Félagið stefnir á að fljúga fjórum sinnum í viku til borgarinnar. Viðskipti innlent 18.5.2023 17:18