„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 14:34 Þorgerður Katrín segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“ Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Strax og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti fór hann að láta til sín taka í málum tengdum mannréttindum hinsegin fólks. Eftir að hann sór embættiseið sinn undirritaði hann meðal annars tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Þá undirritaði hann aðra tilskipun sem kvað á um að leggja ætti niður allar aðgerðir er vörðuðu fjölbreytni og inngildingu. Til stendur að segja fjölda starfsmanna sem unnið hafa við málaflokkinn upp. Augljóst bakslag Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerði málið að umfjöllunarefni sínu í færslu á Facebook í dag en Samtökin 78 skoruðu á íslensk stjórnvöld á dögunum að fordæma tilskipanirnar. „Um nýja forsetatilskipun í Bandaríkjunum langar mig til að segja að mér þykir afar miður ef við sjáum það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi svo skjótt frá því frjálslyndi og þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í þessum málaflokki undanfarin ár.“ Hún segir ljóst að bakslag hafi átt sér stað í mannréttindamálum um heim allan, þar á meðal í sterkum lýðræðisríkjum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sé sorglegur veruleiki sem beri að taka alvarlega og bregðast við. Ásetningur Þorgerðar að Ísland beiti sér Síðast þegar Bandaríkin undirgengust allsherjarúttekt mannréttindamála á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, árið 2020, hafi mikilvægi réttinda hinsegin fólks verið sérstaklega tilgreint í tilmælum Íslands til Bandaríkjanna. Það sé ásetningur hennar að Ísland sjái áfram fyrir mannréttindum hinsegin fólks í allsherjarúttekt mannréttindaráðsins. „Til að stuðla að framförum og sporna við afturför munum við tala skýrt á alþjóðavettvangi, vera ófeimin við að eiga samtöl við önnur ríki, lýsa okkar afstöðu og á hverju hún grundvallast. Hún grundvallast auðvitað á þeirri trú okkar að mannréttindi séu algild og eigi við alls staðar.“ Loks heitir Þorgerður því að í hennar ráðherratíð muni Ísland leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að sporna við því bakslagi sem hefur átt sér stað í mannréttindamálum. „Við ætlum áfram að vera öflugir málsvarar réttinda hinsegin fólks og herða róðurinn ef eitthvað er.“
Bandaríkin Málefni trans fólks Hinsegin Donald Trump Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira