Bandaríkin

Fréttamynd

Musk hafnar á­sökunum og vill koma á fót mál­sóknar­teymi

Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf.

Erlent
Fréttamynd

Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju

Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum

Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði.

Erlent
Fréttamynd

Banna þungunarrof eftir frjóvgun

Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sagðir hafa áhyggjur af framferði hermanna sinna í Maríupól

Rússneskir embættismenn eru sagðir hafa áhyggjur af því að hersveitir Rússa í Maríupól hafi og séu að fara verulega illa með íbúa borgarinnar. Það muni gera Rússum erfiðara að kveða niður mótspyrnu í borginni og koma niður á áróðri þeirra um að Rússar hafi frelsað borgin.

Erlent
Fréttamynd

Shkreli látinn laus úr fangelsi

Bandarísk yfirvöld slepptu Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóra lyfjafyrirtækis, úr fangelsi eftir að hann hafði afplánað hluta sjö ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 2017. Shkreli hefur meðal annars verið nefndur „hataðasti maður internetsins“ vegna gríðarlegrar verðhækkunar á alnæmislyfi.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að láta Musk standa við gerðan samning

Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Rísandi stjarna“ Repúblikana tapaði í forvali

Þingmaðurinn Madison Cawthorn tapaði í forvali Repúblikanaflokksins í gær og mun því ekki sitja á þingi annað kjörtímabil. Chuck Edwards, sem situr í öldungadeild ríkisþings Norður-Karólínu bar sigur úr bítum en Cawthorn hefur verið plagaður af hverju hneykslinu á fætur öðru í aðdraganda forvalsins og hafði reitt félaga sína í Repúblikanaflokknum til reiði með ummælum sínum og hegðun.

Erlent
Fréttamynd

Lög­menn Depps saumuðu að Heard í vitna­stúkunni

Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni.

Erlent
Fréttamynd

Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri

Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina.

Erlent
Fréttamynd

„Ég var ógeðslega svekktur“

Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson rifjar upp ævintýrið í kringum Land og syni þegar sveitin var á leiðinni utan þar sem hún ætlaði að slá í gegn. Örlögin gripu aftur á móti í taumana þann 11. september 2001. 

Lífið
Fréttamynd

Borguðu óvænt námslánin hjá öllum nemendunum

Evan Spiegel og eiginkona hans Miranda Kerr glöddu nýútskrifaða nemendur hjá Otis listaháskólanum í Los Angeles þegar þau borguðu niður öll námslánin þeirra. Evan er stofnandi Snapchat og Miranda er fyrirsæta og stofnandi Kora Organics

Lífið
Fréttamynd

Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum

Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans.

Erlent
Fréttamynd

Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg

„Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk

Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk.

Erlent
Fréttamynd

Musk segir Twitter-kaupin í bið

Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni.

Viðskipti erlent