Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 13:37 John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, fór hörðum orðum um yfirmenn í rússneska hernum í gærkvöldi. AP/Susan Walsh Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þetta sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það er forkastanlegt að hugsa um að þú myndir taka eigin hermenn af lífi því þeir vildu ekki fylgja skipunum og nú hóta þeir að taka heilu herdeildirnar af lífi. Þetta er villimannslegt,“ sagði Kirby, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég held þetta sé einkenni þess að leiðtogar í rússneska hernum vita hversu illa þeir hafa staðið sig og hve illa þeir hafa haldið á spöðunum frá hernaðarlegu sjónarmiði.“ Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Rússar eru þó sagðir hafa misst gífurlega marga hermenn við Avdívka. Kirby sagði Rússa enn hafa getu til að sækja fram og að þeir gætu náð árangri á næstu mánuðum. Leiðtogar rússneska hersins hefðu ítrekað sýnt fram á að þeim væri alveg sama um líf hermanna. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju „Við teljum að þeir hafi misst þúsundir manna í þessari sókn,“ sagði Kirby. Hann sagði rússneska kvaðmenn illa búna, illa þjálfaða og óundirbúna fyrir átök. Þeir séu sendir fram í bylgjum, eins og Rússar hafa áður gert, til að veikja varnir Úkraínumanna. Þá sagði Kirby að sókn Rússa væri til minnis um að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hefði ekki gefið vonir sínar um að ná tökum á allri Úkraínu upp á bátinn. Kirby sagði að nauðsynlegt væri að styðja áfram við bakið á Úkraínumönnum, svo lengi sem Rússar héldu innrásinni til streitu. Joe Biden, forseti, hefur þrýst á þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru með nauman meirihluta, um að samþykkja nýja tillögu hans um 61 milljarðs dala aðstoð handa Úkraínu, til langs tíma. Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að umfangsmikið mannfall Rússa við Avdívka og missir þeirra á fjölmörgum bryn- og skriðdrekum muni líklega koma niður á sóknargetu þeirra til lengri tíma. Úkraínumenn segjast hafa fellt um fimm þúsund Rússa við Avdívka og grandað fjögur hundruð skrið- og bryndrekum. Þessar tölur eru að líkindum ýktar en myndefni eins og myndbönd úr drónum og gervihnattamyndir sýna að mannfall meðal Rússa hefur verið gífurlegt. Í nýjustu dagsskýrslu hugveitunnar er vísað í varaliðsmann úkraínska hersins um að svo virðist sem dregið hafi úr notkun Rússa á bryn- og skriðdrekum við Avdíka. Það gæti þýtt að Rússar séu að safna liði fyrir nýjar tilraunir til árása, þar sem útlit sé fyrir að frekara varalið hafi verið sent á vígstöðvarnar. Þar segir einnig að yfirmenn rússneska hersins muni þó vera í miklum vandræðum við að fylla upp í raðir sínar þegar kemur að skrið- og bryndrekum, vegna þess hve mörgum slíkum farartækjum hefur verið grandað við Avdívka. NEW: Heavy Russian equipment losses around #Avdiivka will likely undermine Russian offensive capabilities over the long term.Ukrainian forces marginally advanced on the east (left) bank of #Kherson Oblast and continued offensive operations near #Bakhmut and in western pic.twitter.com/YXa87Qel8q— ISW (@TheStudyofWar) October 27, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira