Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 07:11 Íbúar virða fyrir sér verksumerkin eftir loftárás Ísraela á Gasa borg í gær. AP/Abed Khaled Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira