
Bandaríkin

Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd?
Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst.

Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump
Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin
Stjórnvöld í Kína segjast munu „berjast til hins síðasta“ við Bandaríkin, hvort sem er í tollastríði eða öðru stríði. Þau segja stjórnvöld vestanhafs hafa misreiknað sig þegar þau ákváðu að hækka tolla á vörur frá Kína.

„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“
Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn.

Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi.

Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis
Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu.

Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa
Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu.

Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti
Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku.

Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu
Það bar fátt til tíðinda í ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á þinginu í gærkvöldi, þar sem hann varði meirihluta ræðutímans í að gera lítið úr andstæðingum sínum og hæla sjálfum sér.

Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka
Rannsókn gasfyrirtækis á heimili bandaríska stórleikarans Gene Hackman í Santa Fe hefur leitt í ljós að minniháttar gasleki var til staðar frá eldavélarhellu. Þrátt fyrir það er ekki talið að gaslekinn hafi átt þátt í andlátum Hackman og eiginkonu hans, Betsy Arakawa píanóleikara.

Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun
Tónlistarmaðurinn Jay-Z hefur stefnt konu sem fór í mál við hann í haust og hélt því fram að hann hefði nauðgað henni árið 2000 þegar hún var þrettán ára gömul. Seinna dró konan kæru sína til baka.

Trump ekki boðað friðaráætlun fyrir Úkraínu heldur undanhald og flótta frá prinsippum
Það sem komið hefur frá Trump og hans mönnum er auðvitað ekki friðaráætlun fyrir Úkraínu, heldur undanhald og flótti frá prinsippum. Þá hefur Trump stjórnin ofan í kaupið hallað Bandaríkjunum að Rússum og sjónarmiði þeirra um að Úkraína beri í reynd ábyrgð á stríðinu, gagnrýnt Zelensky Úkraínuforseta og niðurlægt – og tekið ennfremur undir lýsingar Rússa á honum sem einræðisherra.

Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu.

Eldrauður dagur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa allra félaga á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkaði í dag og úrvalsvísitalan lækkaði um tæp fjögur prósent. Tvískráðu félögin og flugfélögin fóru verst út úr deginum.

Samningamaðurinn Trump & narssisisminn
Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem þjáist af narsissisma; „Narcissistic personality disorder“ (NPD) er haldið blindu um eigið ágæti og mikilvægi og hefur að sama skapi hvorki skilning eða áhuga á þörfum annarra. Undirliggjandi orsakir þessarar röskunar hafa verið tengdar við; áföll í æsku, sögu um erfið samskipti, erfðir, fjölskyldusögu, riðlun á taugaboðum í heila og fleiri þáttum.

Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd
Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum.

Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist standa við yfirlýsingar sínar varðandi Úkraínu og hefur ekki í hyggju að rifa seglin.

Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump
Viðbúið er að ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta um hækkaða tolla gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada muni skekja markaði um allan heim. Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í dag eftir lækkanir vestanhafs í gær.

Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler
Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs.

Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Eiginmaður Dolly Parton er látinn
Carl Dean, eiginmaður bandarísku söngkonunnar Dolly Parton til nærri sex áratuga, er látinn, 82 ára að aldri.

Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig
Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína.

Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu.

Hefndi kossins með kossi
Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum.

Staðan sé betri í dag en í fyrradag
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands.

Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB
Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins.

Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York
Demókratinn Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur tilkynnt framboð til borgarstjóra New York-borgar. Tilneyddur sagði hann af sér sem ríkisstjóri árið 2021 vegna ásakana um kynferðislegt áreiti.

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Á undanförnum misserum hefur staða NATO orðið sífellt óvissari í ljósi yfirlýsinga núverandi Bandaríkjaforseta um stefnu ríkisins gagnvart bandalaginu.

Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum
Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum.

„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“
Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig.