Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. desember 2025 10:48 Anderson og Neeson áttu í vikulöngu sambandi eftir að tökum lauk á The Naked Gun en síðan héldu þau hvort í sína áttina. Hollywood-bomban Pamela Anderson hefur loksins opnað sig um samband hennar og leikarans Liams Neesson sem var umtalað í sumar eftir frumsýningu The Naked Gun. Sambandið hafi verið raunverulegt og enst í stuttan tíma eftir að tökum á myndinni lauk. Anderson og Neeson voru í aðalhlutverkum í The Naked Gun en persónur þeirra eiga í ástarsambandi í myndinni. Þau voru síðan afar innileg hvort við annað á rauða dreglinum við kynningar á myndinni. Sjá einnig: Pamela smellti kossi á Neeson Því spruttu fram sögusagnir um að sambandið hefði smitast inn í raunheima. Á móti kom að einhverjir vildu meina að um kynningarbrellu væri að ræða. Þau svöruðu aldrei almennilega fyrir málið en Anderson sagði hins vegar í þakkarræðu á franskri kvikmyndahátíð að hún myndi aldrei fóðra kynningarbrellur. Nú hefur Anderson ákveðið að tjá sig í fyrsta sinn almennilega um samband þeirra og gerði hún það í forsíðuviðtali við People í vikunni. Innileg vika í uppsveitum „Liam og ég áttum í rómantísku sambandi í stutta stund en bara eftir að við kláruðum tökur,“ sagði hún í viðtalinu. Fallegt ofurpar! Dia Dipasupil/Getty Images Þau hefðu eytt „innilegri viku“ saman á heimili hans í upphéruðum New York þar sem hún fékk sitt eigið herbergi. Aðstoðarmenn leikaranna og fjölskyldur þeirra hefðu komið í heimsókn. Þau hefðu eitt kvöldið borðað kvöldverð á litlum frönskum veitingastað þar sem Neeson hefði kynnt hana sem „framtíðar frú Neeson“. Þessa „týndu rómantísku viku“ hefði Neeson einn morguninn, klæddur í baðslopp, fælt björn á brott út um eldhúsgluggann. „Við fórum hvort í sína áttina til að vinna að öðrum kvikmyndum,“ sagði Anderson síðan um sambandsslitin. Engin kynningarbrella Eftir að þau voru að kynna The Naked Gun yfir sumarið endurnýjuðu þau kynnin, leiddust á rauða dreglinum og knúsuðust. Anderson segir að þau hafi verið að skemmta sér, sambandið hefði verið „dálítið eins og Nancy Meyers-mynd.“ „Ég hló alltaf að því þegar fólk sagði: „Ó, þetta er kynningarbrella.“ Kynningarbrella? Þetta er alvöru. Við erum með alvöru tilfinningar,“ sagði Anderson. Þó þau dýrkuðu hvort annað væru þau betur sett sem vinir. Síðast hittust þau í ágúst þegar Neeson kom Anderson á óvart með því að mæta á leikhúshátíð í Williamstown til að fylgjast með henni leika í Camino Real eftir Tennesse Williams. „Hann er svo dyggur stuðningsmaður þessa nýja hluta ferils míns síns og sagðist vera stoltur af mér,“ sagði hún um Neeson. „Ég er viss um að við verðum alltaf í lífi hvor annars,“ sagði hún svo. Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn. 30. júlí 2025 10:38 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Anderson og Neeson voru í aðalhlutverkum í The Naked Gun en persónur þeirra eiga í ástarsambandi í myndinni. Þau voru síðan afar innileg hvort við annað á rauða dreglinum við kynningar á myndinni. Sjá einnig: Pamela smellti kossi á Neeson Því spruttu fram sögusagnir um að sambandið hefði smitast inn í raunheima. Á móti kom að einhverjir vildu meina að um kynningarbrellu væri að ræða. Þau svöruðu aldrei almennilega fyrir málið en Anderson sagði hins vegar í þakkarræðu á franskri kvikmyndahátíð að hún myndi aldrei fóðra kynningarbrellur. Nú hefur Anderson ákveðið að tjá sig í fyrsta sinn almennilega um samband þeirra og gerði hún það í forsíðuviðtali við People í vikunni. Innileg vika í uppsveitum „Liam og ég áttum í rómantísku sambandi í stutta stund en bara eftir að við kláruðum tökur,“ sagði hún í viðtalinu. Fallegt ofurpar! Dia Dipasupil/Getty Images Þau hefðu eytt „innilegri viku“ saman á heimili hans í upphéruðum New York þar sem hún fékk sitt eigið herbergi. Aðstoðarmenn leikaranna og fjölskyldur þeirra hefðu komið í heimsókn. Þau hefðu eitt kvöldið borðað kvöldverð á litlum frönskum veitingastað þar sem Neeson hefði kynnt hana sem „framtíðar frú Neeson“. Þessa „týndu rómantísku viku“ hefði Neeson einn morguninn, klæddur í baðslopp, fælt björn á brott út um eldhúsgluggann. „Við fórum hvort í sína áttina til að vinna að öðrum kvikmyndum,“ sagði Anderson síðan um sambandsslitin. Engin kynningarbrella Eftir að þau voru að kynna The Naked Gun yfir sumarið endurnýjuðu þau kynnin, leiddust á rauða dreglinum og knúsuðust. Anderson segir að þau hafi verið að skemmta sér, sambandið hefði verið „dálítið eins og Nancy Meyers-mynd.“ „Ég hló alltaf að því þegar fólk sagði: „Ó, þetta er kynningarbrella.“ Kynningarbrella? Þetta er alvöru. Við erum með alvöru tilfinningar,“ sagði Anderson. Þó þau dýrkuðu hvort annað væru þau betur sett sem vinir. Síðast hittust þau í ágúst þegar Neeson kom Anderson á óvart með því að mæta á leikhúshátíð í Williamstown til að fylgjast með henni leika í Camino Real eftir Tennesse Williams. „Hann er svo dyggur stuðningsmaður þessa nýja hluta ferils míns síns og sagðist vera stoltur af mér,“ sagði hún um Neeson. „Ég er viss um að við verðum alltaf í lífi hvor annars,“ sagði hún svo.
Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn. 30. júlí 2025 10:38 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn. 30. júlí 2025 10:38