

Í lok maí 2024 var auglýst kynning á umhverfismatsskýrslu vegna Carbfix - Coda Terminal verkefnisins í Hafnarfirði. Ég ákvað að horfa á kynninguna í streymi á netinu. Eftir kynninguna setti mig hljóða, átti að fara að setja niður 80 borholur steinsnar frá íbúabyggð við Vellina í Hafnarfirði?
EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar.
Ekki kemur til greina að keyra í gegn verkefni sem tengist áformum Carbfix í Hafnarfirði í mikilli andstöðu við íbúa að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Hún kveðst skilja áhyggjur íbúa og tekur undir að hluti borhola kæmu til með að liggja full nálægt byggð. Hún ítrekar einnig að engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar um verkefnið.
Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum.
Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum.
Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti.
Umræður um Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík í Hafnarfirði hafa verið nokkuð fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum síðustu daga og vikur. Sem er jákvætt þar sem verkefnið getur haft mikil áhrif í baráttunni fyrir betra loftslagi á jörðinni.
Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru.
Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu.
Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum.
Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal.
„Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“
Við erum heppin að búa á Íslandi.Fyrir utan að vera friðsælt og öruggt, býr landið yfir miklum náttúrulegum gæðum. Þar getum við nefnt náttúrufegurðina, fiskinn í sjónum og orkuna allt í kringum okkur.
69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu.
Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma.
Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal.
Mikil umræða hefur skapast á undanförnum mánuðum um ágæti þess að gefa fyrirtækinu Carbfix leyfi til að koma upp aðstöðu hér í Hafnarfirði fyrir loftslagsverkefni sitt Coda Terminal. Í stuttu máli snýst það um að binda kolefni í bergi á um 700 metra dýpi. Verkefnið hefur verið í þróun undanfarinn áratug á Hellisheiði.
Carbfix hefur frá árinu 2007 lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með því að sinna viðamiklu rannsóknarstarfi sem hefur leitt af sér sannaða leið til þess að breyta lofttegundinni koldíoxíði (CO2) í steindir (karbónöt).
Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu.
Þegar ég var ung tók móðir mín okkur systkinin í ævintýraferðalög út í hraunið út frá Holtinu. Við fórum í sólbað i hraunbollum /gjótum, skoðuðum burkna og lynggróður, ræddum um álfabústaði, týndum ber og nutum okkar í heilnæmu umhverfi.
„Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar þetta er svona nýtt verkefni. Það hafa verið mjög aðgengilegar upplýsingar að verkefninu. Síðan fer vissulega alltaf af stað umræður sem eiga ekki við rök að styðjast og það er bara eðlilegt. Þá bendir maður bara fólki á að kynna sér málið betur.“
„Það er fullur skilningur að svona verkefni sem ekki hefur áður sést veki upp spurningar og áhyggjur og við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað.“
Ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna samkomulags Coda terminal, dótturfélags Carbfix, og bæjarstjórnar um að koma upp borteigum í hrauninu steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði.
Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate).
Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur.
Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og hraði loftslagsbreytinga er fordæmalaus, hvort sem litið er til síðustu áratuga eða árþúsunda. Lofthjúpurinn hefur hlýnað, jöklar hafa hopað og jafnvel horfið, sjávarborð hefur hækkað og sjávarhiti hækkað, og öfgar í veðurfari aukist samhliða því að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefur aukist.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að undirgangast tiltekna skilmála vegna tilboðs bandaríska sjóðastýringarfélagsins Stonepeak, einn stærsti innviðafjárfestir heims, um möguleg kaup á nýjum hlutum í fyrirtækinu Carbfix. Erlendir fjárfestar gætu lagt félaginu, sem hefur hannað tæknilausn sem bindur koltvísýring varanlega í bergi, til marga milljarða króna í aukið hlutafé til að standa straum að uppbyggingu þess á komandi árum.
Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma.
Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins.
Fyrirtækið Coda Terminal vinnur að því að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík, s.k. Carbfix. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna af koldíoxíð sem m.a. verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur með tíð og tíma.