Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júlí 2024 14:04 Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, segir að verkefni Coda Terminal muni ekki koma til með að hafa áhrif á neysluvatn. Aðsend/Vilhelm 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Coda Terminal hyggst koma upp tíu borteigum steinsnar frá Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í setbergið. Mikil ólga er meðal íbúa í Hafnarfirði vegna viljasamkomulags Hafnarfjarðarbæjar við fyrirtækið um framkvæmdirnar og stækkun hafnarinnar við álverið í Straumsvík sem mun kosta á bilinu níu til fimmtán milljarða. 5.200 manns skrifað undir til að mótmæla Áhyggjur íbúa vegna málsins eru fjölmargar en stofnað hefur verið til undirskriftalista til að mótmæla áformum Coda Terminal og Hafnarfjarðar en eins og stendur eru 5.200 manns búnir að skrifa undir. Eitt það helsta sem íbúar hafa áhyggjur af eru áhrif starfseminnar á grunnvatnið. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Sigrún Tómasdóttir, vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni móðurfélags Carbfix, svarar þessum áhyggjum íbúa í skoðanagrein á Vísi og tekur fyrir það að starfsemi fyrirtækisins hafi áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins. Borteigarnir verði á þegar röskuðu landsvæði „Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstraumnum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins,“ segir Sigrún í grein sinni. Hún bendir á að borteigarnir verði að mestu staðsettir á þegar röskuðu landsvæði og langt frá neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Önnur starfsemi sem er nú þegar stunduð á svæðinu komi í veg fyrir að svæðið komi til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að að útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til að meta möguleg áhrif. „Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Straumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga.“ Vatnið streymi ekki upp á við Hún segir það einnig ómögulegt að aðferð Coda Terminal verði til þess að gashlaðið vatn streymi upp á við og mengi þannig vatnsból á svæðinu og hafi neikvæð áhrif á lífríkið. „Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins.“ Hún tekur þó fram að hækkun grunnvatnsborðs gæti orðið allt að 40 sentímetrar til austurs og allt að einum metra til suðvesturs sem er þó utan mesta grunnvatnsstraumsins. „Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu.“ Læri á geymslugeyminn í skrefum Þá segir hún að upbygging Coda Terminal verði í skrefum af á ástæðu og bendir á að þannig sé hægt að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skrefi og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir því hvernig verkefnið reynist. „Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira