„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hugmynd um þetta“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 23:04 Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. Íbúar á Völlunum eru margir hverjir ósáttir með óvissuna sem þeir telja ríkja um áhrif framkvæmdarinnar á náttúruna í kring. vísir/vilhelm Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd. Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Við teljum ótækt að slíkar tilraunir og starfsemi fari fram svo nærri íbúabyggð og skorum á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hverfa frá áætlunum, eða í það minnsta leggja ákvörðunina um áframhaldandi verkefni í hendur bæjarbúa með íbúakosningu.“ Óvissuþættir ekki réttlætanlegir „Við erum að leiða saman hesta okkar til að styrkja mótmælin. Verkefnið er miklu stærra en ég hafði áttað mig á. Þetta verður mjög nálægt byggð þegar fram líða stundir. Maður setur spurningamerki við margt þegar maður fer að kynna sér þetta meira,“ segir Ragnar Þór Reynisson ábyrgðarmaður listans og nefnir ýmislegt: „Þetta getur haft áhrif á grunnvatnsstöðuna sem getur hækkað við byggð og lækkað annars staðar. Við sjáum grunnvatnsrennslið til sjávar, þar sem þeir virðast ætla að taka mikið magn af vatni til að dæla í jörðina. Það virðist ekki eiga að skila sér aftur sem hefur áhrif á sjávarseltuna og hita sjávar við land. Þetta eru ákveðnir óvissuþættir sem okkur finnst ekki réttlætanlegt að óvissa ríki um, þegar náttúran er í húfi.“ Hann kallar því eftir meira samtali við íbúa og helst íbúakosningu. Ekki búið að sjá fyrir fjármögnun „Þetta var kynnt fyrir nokkru síðan og þetta fer í kynningarferli og boðað til fundar og íbúum boðið að vera með. En það er bara brotabrot af fólki sem var meðvitað um hvað væri í gangi. Það er enn þá að birtast fólk sem vissi ekki af þessu en býr hér á Völlunum. Hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Ragnar Þór og bætir við að Facebook hópur, sem hefur það markmið að mótmæla staðsetningu framkvæmda, hafi vaxið á ógnarhraða. „Það var þess vegna sem við ákváðum að framlengja í undirskriftarsöfnun, af því þetta er að dreifast hratt út. Eins og staðan er í dag er þetta í umsagnarferli og fer síðan til Skipulagsstofnunar. Höfn og geymslusvæði, til að standa undir þessu, er í ferli líka en það er ekki búið að sjá fyrir fjármögnun.“ Ragnar Þór segir að á upplýsingafundi íbúa hafi verið mikill áhugi og hiti í salnum. Til standi að halda annan sambærilegan fund á næstunni. Segja áhrif harla ólíkleg Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix sögðu í samtali við Vísi í júní að það væri fullur skilningur á því að verkefnið veki upp spurningar og áhyggjur. „Við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað,“ sögðu þær en sögðu harla ólíklegt að framkvæmdin hefði áhrif á grunnvatn og náttúru og dýralíf. Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira