Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 19:24 Arndís Kjartansdóttir, stofnandi mótmælahópsins, og Davíð Arnar Stefánsson, oddviti VG í Hafnarfirði. Vísir/Einar Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Rúmlega 5500 manns hafa skrifað undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, við Vellina í Hafnarfirði en það er einmitt sá fjöldi sem þarf til að krefjast formlegrar atkvæðagreiðslu. KLIPPA Táknrænn sigur Samkvæmt reglum Hafnarfjarðarbæjar þarf að safna undirskriftum 25 prósent kosningabærra íbúa til að atkvæðagreiðsla fari fram. Fjöldi undirskrifta á umræddum undirskriftalista eru ekki gildar til að skila til bæjarstjórnar en Arndís Kjartansdóttir, fyrirsvarsmaður listans, segir að um táknrænan sigur sé að ræða. „Við munum fara alla leið ef við þurfum en við auðvitað vonum að bæjarstjórn hlusti á íbúa og setji málið sjálft í íbúakosningu svo við þurfum ekki að safna eða krefjast íbúakosningu.“ Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum Starfsemi Carbfix gengur út á það að dæla koldíoxíð sem er flutt inn frá Evrópu niður í berggrunninn. Jarðfræðingar segja að áhrif vegna starfseminnar á grunnvatnið og jarðskjálftavirkni á svæðinu séu hverfandi en Arndís gagnrýnir viðbrögð bæjarstjórnar og jarðfræðinga síðan að málið kom til umfjöllunar. „Mér finnst þeir svolítið velta fyrir sér að við skiljum út á hvað þetta gengur. Þetta er kannski ekki bara það að við þurfum að skilja hvernig jarðfræðin virkar og hvernig grunnvatnið virkar heldur megum við bara hafa þá skoðun að vilja ekki hafa þetta svona nálægt íbúðabyggð. Það er bara nóg finnst mér fyrir hinn almenna íbúa,“ segir Arndís. Arndís segir hagsmuni fyrirtækisins vega þyngra hjá bæjarstjórn en hagsmunir íbúa. „Mér finnst eins og að Hafnarfjarðarbær hafi ekki tekið tillit til okkar íbúa kannski á sama hátt og fyrirtækisins. Það búa líka íbúar í Hafnarfirði.“ Finnst svör bæjarstjóra loðin Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri Grænna í Hafnarfirði, tekur undir gagnrýnisraddir íbúa og finnst íbúakosning tímabær. „Mér hefur hins vegar fundist svör bæjarstjóra sérstaklega vera frekar loðin hvort henni sé fúlasta alvara eða ekki.“ Davíð hvetur aðra flokka til að taka þátt í umræðunni og segir nóg komið. „Mér finnst bara það sem þarf að koma til vera komið til. Fólk er stigið upp á afturlappirnar. Það er ólga í bænum sem er ekki gott. Ég hef ekki trú á því að sveitarfélagið vilji keyra þetta yfir íbúa og ég hef heldur ekki trú á því að fyrirtækið vilji starfa í óþökk íbúa.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. 9. júlí 2024 11:05
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels