HM félagsliða í fótbolta 2025

Fréttamynd

Segir hitann á HM hættu­legan

Veðrið hefur leikið alltof stórt hlutverk á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum í sumar þar sem ítrekað hefur þurft að fresta leikjum og nú er hitinn svo mikill að liðin eiga erfitt með að æfa.

Fótbolti
Fréttamynd

Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn upp­eldis­félaginu

Joao Pedro fékk sannkallaða draumabyrjun í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Chelsea þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Fluminense í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða en mörkunum fylgdu þó blendnar tilfinningar.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA opnar skrif­stofu í Trump turni

Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki

Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið

Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. 

Fótbolti
Fréttamynd

Fluminense sendi Inter heim

Brasilíska liðið Fluminense er á leið í átta liða úrslit HM félagsliða í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Inter frá Ítalíu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Botafogo látinn fara

Botafogo hefur látið þjálfarann Renato Paiva fara eftir að hafa dottið út í sextán liða úrslitum HM félagsliða gegn öðru brasilísku liði, Palmeiras.

Fótbolti
Fréttamynd

Fór heim með þrjár treyjur og stutt­buxur Messi

Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, fór ekki tómhentur heim af Mercedes Benz-vellinum í Atlanta í gær í kjölfar 4-0 sigurs hans manna á Inter Miami í fyrsta leik 16-liða úrslita á HM félagsliða. Raunar var hann klyfjaður útbúnaðar af fyrrum liðsfélögum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane af­greiddi Brassana

Bayern München er komið í 8-liða úrslit á heimsmeistaramóti félagsliða eftir öruggan 4-2 sigur á Flamengo. Harry Kane skoraði á 9. mínútu og kláraði svo dæmið með fjórða marki liðsins á þeirri 73.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mér finnst þetta vera brandari“

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, var allt annað en sáttur þrátt fyrir 4-1 sigur á Benfica í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Ástæðan var tveggja klukkutíma töf undir lok leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af

Leikur Chelsea og Benfica í 16-liða úrslitum á heimsmeistaramóti félagsliða hefur verið blásinn af um óákveðinn tíma vegna þrumuveðurs. Aðeins voru fjórar mínútur eftir af venjulegum leiktíma þegar ákvörðunin var tekin.

Fótbolti