Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Sjáðu Gaza

Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli.

Skoðun
Fréttamynd

Hótar að inn­lima sí­fellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði.

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra ræddi við mót­mælendur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­menn megi grínast sín á milli eins og aðrir

Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin láti í sér heyra eftir mann­skæðar á­rásir

Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir í­búa Gasa

Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Innlent
Fréttamynd

Fjársöfnunin á borð lög­reglu í enn eitt skiptið

Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Í heimi sem sam­þykkir þjóðar­morð er ekkert jafn­rétti

Ég er með land mitt á herðum mér. Sú er byrðin sem ég fæddist með – þyngsli sem hver einasti Palestínumaður ber með sér frá barnæsku til fullorðinsáranna. Þið sjáið ekki byrðina, þyngslin í hjarta mínu, en samt móta þau allt sem ég er. Þau eru hluti af mér .

Skoðun
Fréttamynd

Saka Ísraela um kerfis­bundin mann­réttinda­brot

Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.

Erlent
Fréttamynd

Slökktu á raf­magninu á Gasa

Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður.

Erlent
Fréttamynd

„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða hel­víti“

Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn.

Erlent
Fréttamynd

Stöðva allan vöru­inn­flutning inn á Gasa

Ísraelsstjórn hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún heitir því að stöðva allan flutning neyðargagna inn á Gasa. Stjórnin varaði Hamas við afleiðingum þess og þrýsti þar með enn fremur á samtökin að samþykkja tillögu um að lengja fyrsta fasa vopnahlésins á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Fram­tíð lög­gæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza

Ég ætla að fjalla aðeins um stjórnmálavæðingu löggæslu í alþjóðlegu samhengi, einkum með Gaza sem „case study“, eða dæmi, og um aðferðina og hugmyndafræðina þar að baki, um hervæðingu lögreglu og löggæslu, þar sem mörkin á milli lögreglu, öryggislögreglu og hervalds hafa orðið í auknum mæli óljósari víða um heim. Lögregluofbeldi gegn mótmælendum sem mótmæla stórfelldum lögbrotum, brotum á alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum, þar með barnasáttmála SÞ, hefur færst í aukana. Þannig ver lögreglan alvarleg lögbrot og þjösnast á þeim sem mótmæla því.

Skoðun