Erlent

Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Það eru ekki aðeins ísraelskir gíslar sem látið hafa lífið á Gasa undanfarna mánuði og ár. Þúsundir Palestínumanna, meðal annars börn og óbreyttir borgarar, hafa fallið í árásum Ísraels á Gasa eftir blóðuga hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023 og fjölmargir hafa misst heimili sín.
Það eru ekki aðeins ísraelskir gíslar sem látið hafa lífið á Gasa undanfarna mánuði og ár. Þúsundir Palestínumanna, meðal annars börn og óbreyttir borgarar, hafa fallið í árásum Ísraels á Gasa eftir blóðuga hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023 og fjölmargir hafa misst heimili sín. AP/Jehad Alshrafi

Ísraelski herinn segist hafa endurheimt líkamsleifar síðasta gíslsins sem enn var saknað á Gasa eftir hryðjuverkaárás og gíslatökur Hamas í október 2023. Nokkuð umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Ran Gvili, sem var sá síðasti sem enn var saknað eftir að samkomulag um vopnahlé milli Ísraela og Hamas tók gildi í október síðastliðnum.

Hamas hafði skuldbundið sig til að skila öllum þeim gíslum, lífs eða liðnum, sem enn voru í hald á Gasa innan þriggja sólarhringa frá því að vopnahléið tók gildi. Tuttugu gíslum sem voru á lífi, auk líkamsleifa 27 til viðbótar var skilað, en undanfarnar vikur hafa Hamas-liðar sagt að ekki hafi tekist að finna Gvili að því er BBC greinir frá.

Í gær sögðust ísraelsk stjórnvöld ætla að opna á ný landamæri Gasa að Egyptalandi þegar aðgerðum væri lokið við leitina að Gvili. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur fjölskylda Gvili þrýst á Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um að hefja ekki annan fasa vopnahlésins fyrr en líkamsleifar lögreglumannsins hafa skilað sér en Bandaríkjamenn höfðu þegar lýst því yfir að fyrsta fasa væri lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×