Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Elísa­bet byrjar á tveimur töpum

Belgíska kvennalandsliðið í fótbolta, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, tapaði 0-1 fyrir Portúgal í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í kvöld. Í hinum leik riðilsins sigruðu Evrópumeistarar Englands heimsmeistara Spánar, 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þær eru skít­hræddar við okkur í lokin“

Sveindís Jane Jónsdóttir fékk ekki úr sérlega miklu að moða í leik Íslands og Frakklands í kvöld þar sem Ísland þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Hún var með skýr skilaboð um leikina tvo sem framundan eru í vor í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Setur magnað met gegn Ís­landi og Glódís upp fyrir Katrínu

Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Gaf unnustu sinni vænt oln­boga­skot í leik

Kærustuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson mættust í gærkvöldi á fótboltavellinum og báru þær báðar fyrirliðaband þjóða sinna. Harder er fyrirliði danska landsliðsins en Eriksson er fyrirliði þess sænska.

Fótbolti
Fréttamynd

Dag­ný byrjar á sama stað og hún endaði síðast

Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00.

Fótbolti
Fréttamynd

Dag­ný aftur í lands­liðið eftir að hafa lýst ó­á­nægju sinni

Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður West Ham og næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er komin inn í landsliðshóp Íslands á nýjan leik. Fyrr í vetur lýsti hún óánægju sinni með að hafa ekki fengið sæti í landsliðinu að nýju, og ekki heyrt í landsliðsþjálfaranum Þorsteini Halldórssyni frá því að hún eignaðist sitt annað barn.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­ljóst hvar landsleikir í apríl fara fram

Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, kynnti í dag leikmannahópinn sem byrjar keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í næsta mánuði. Bein útsending var á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Andaði léttar er mar­traðar­riðill þaut hjá

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta var í pottinum þegar dregið var í undan­keppni EM 2025 í fót­bolta í gær. Lands­liðs­þjálfarinn andaði léttar eftir að Ís­land slapp við sann­kallaðan mar­traðar­riðil. Átt­faldir Evrópu­meistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Fótbolti